Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 218
ugum, live áhrifamikill liann vœri líka um rás viðburð-
anna, einnig að þvi er snerti lífs livers einasta ein-
staklings.
Þá hafði ég ekki hugmynd um það, og ég liefði ekki
skilið það, þótt mér hefði verið sagt það, að i þessum
deilum kœmu fram málsvarar tveggja stétta og á hak
við þennan skoðanamun lægju grimmileg átök um völd-
in í heiminum. Þessar skoðanir voru, livor um sig, liöf-
uðvopn tveggja voldugustu stétta heimsins, aðals og
borgara, voru grundvallaratriði þeirrar lífsspeki, sem
hvor um sig hyggði valdarétt sinn á. Aðallinn studdist
við forlögin og ákvað afstöðu einstaklingsins i þjóð-
félaginu áður en hann var getinn í móðurlífi, en bak
við fríviljann stóðu horgararnir með frjálsa samkeppni
og framtak einstaklingsins, þar sem hverjum og ein-
um var algerlega í sjálfsvald sett að vinna sig upp í
lífinu. Pabbi minn lifði enn í heimspelci aðalsins, ungu
mennirnir höfðu tekið upp fána borgaranna, en prest-
urinn var fulltrúi þeirra baráttuúrslita, sem á Islandi
gengur svo snilldarlega undir nafninu: þingbundin kon-
ungsstjórn og gæti alveg eins heitið: borgarabundin að-
alstjórn eða mannbundin guðsstjórn.
Þegar iðnaðarþróun 18. og 19. aldarinnar, nýjar sigl-
ingaleiðir og viðskiptaþarfir höfðu lagt völdin yfir heim-
inum að fótum borgaranna, þá beygðu þeir sig enn um
lengri og skemmri tíma fyrir hefðbundnu drottinvaldi
aðalsins, af því að í hugmyndaheimum hinnar kúguðu
alþýðu og borgaranna sjálfra ríkti sú lífsspeki, sem
gaf aðlinum réttinn til yfiráðanna yfir jörðinni, og
hún ríkti i krafti þeirrar trúar, að hún væri óskeikul
kenning, guðleg opinberun og guðleg ráðstöfun frá upp-
hafi veraldar, sem engum leyfðist um að efast án ægi-
legra refsinga frá máttarvöldum himins og jarðar, bæði
þessa heims og annars.
Þegar borgararnir sátu svo á veldisstólnum, eftir langa
og liarða baráttu, þá var margs að minnast og yfir
218