Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 219
glæsilegan veg að líta. Og þá skrifuðu þeir á minnis-
spjöld sín nöfn glæsilegustu hetjanna, sem fórnað liöfðu
lífskröftum sínum og jafnvel lífinu sjálfu fyrir liinar
dýrlegu hugsjónir frelsis, jafnréttis og hræðralags.
Þeir dýrkuðu minningu spámannanna, sem með rnætli
anda síns tættu í sundur gamlar kennisetningar og vörp-
uðu ljósi nýrrar speki yfir mannlífið og úrláusnarefni
þess. Þeir dáðu hetjurnar, sem börðust gegn ofurefli
fram á síðustu stundu, i óbifanlegri trú á heilagan rétt
hinna dýrlegu hugsjóna og réttlæti lífsþróunarinnar,
sem hlyti að leiða þær til sigurs. — Og þeim gleymd-
ust heldur ekki fyrirrennararnir, sem liófu stríðið með
hógværum efa um réttmæti gamalla kennisetninga, fettu
fingurna í gamlar rökfærslur og veiktu varnarmúr að-
alsins gegn árásarstríði hins stéttvísa borgara. Þeir urðu
hin ódauðlega fyrirmynd í hollustu við sannleika og
heilaga sannfæringu, og efinn var tignaður sem upp-
spretta þeirra afla, sem gefið höfðu hugsjónum borgar-
anna sigurmöguleika sína.
Margir okkar, sem hér erum staddir, liöfum í eigin
persónu lifað hinn andlega þróunarferil horgarastéttar-
innar. 1 gegnum sálir okkar hafa farið þeir straumar
barátlu og lífsreynslu, sem borgarastéttin gekk í gegn-
um á sigurbraut sinni. Fjöldi núlifandi Islendinga er
alinn upp í kristindómi aðalsins. Það, sem borgara-
stéttinni var dýrlegast, þar sem hún sat á veldisstóln-
um í sigurvímunni, eru fyrirbrigði, sem hafa birzt í
okkur sjálfum. Við höfum barizt við efa gegn göml-
um kennisetningum, brotið þær smámsaman á bak aft-
ur i okkar eigin hugmyndaheimi, stundum í harðri og
þrautafullri baráttu. Hjá okkur liefir vaknað óbeit á
kenningafjötrum; og að sama skapi ást á hugsana- og
kenningafrelsi. Og svo höfum við með hjálp ýmiskon-
ar vætta, illra og góðra, eignazt okkar ákveðnu hug-
myndir um ástand lilutanna og þróun þeirra, höfum gert
-okkur fræðilega grein fyrir bölvunum mannlifsins og
219