Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 220
úrlausnarefnum, öðlazt óbifanlega sannfæringu um gildi
nýrra hugsjóna, gefið okkur hiklaust út i baráttu fyrir
þeim og getum lagt heilmikið i sölurnar fyrir fram-
gangi þeirra. Þetta var eitt sinn þróunarferill borgara-
stéttarinnar. En þetta er líka þróunarferill minn og f jöld-
ans alls af mínum baráttubræðrum. Við höfum haft til
að bera, og sumir i mjög ríkum mæli, allar þær feg-
urstu dyggðir og eiginleika, sem borgarastéttin laut í
dýpstri tilbeiðslu á uppgangs- og blómaskeiði sínu. Og
við eigum líka, eins og borgarastéttin, okkar andlegu
sigra þvi að þakka, að við höfðum eitt sinn áræði til að
efa aldagamlar kennisetningar, sem troðið hafði verið
inn í barnssálirnar sem óskeikulum opinberunum frá
sjálfum guði almáttugum, liöfðum heilindi til að leita
að sannleikanum og skirrðumst ekki við að standa í bar-
áttu við allt okkar umhverfi að meira eða minna leyti.
En við, þessir fyrirnivndarmenn eftir hugsjónum hinn-
ar sigrandi borgarastéttar, erum nú orðnir, að dómi
þeirra borgara, sem nú sitja að völdum, glæpsamlegir
afbrotamenn eða brjóstumkennanlegir mannræflar, sem
siglum brotnum fleyjum á ólgusjó lífsins.
En hvernig má nú þetta ske?
Fyrst er þess að geta, að nú er borgarastéttin ekki
lengur sigrandi stétt. Ný stétt er komin fram á baráttu-
sviðið og heimtar völdin. Straumur þróunarinnar ber
fley verkalýðsins i áttina að veldisstólnum og setur borg-
arastéttina í æ örvæntingarfyllri varnaraðstöðu. Hún
hefir miklu erfiðari varnaraðstöðu heldur en aðallinn
hafði á sínum tíma. Borgarastéttin liefir aldrei átt nein
óskeikul, ævarandi sannindi. Það var eiít af hennar að-
alsmerkjum, að hún fyrirdæmdi alla trú á ævarandi
sannindi. Sannindi sín laugaði hún öll i ljósi þróunar-
innar. Og það, sem henni er þó öllu öðru erfiðara, er
þetta, að hennar eigin kenningar hafa smíðað þau vopn-
in, sem bíta nú bezt hennar eigin hlífar. í krafti sam-
keppninnar keppir verkalýðurinn um völdin. Verkalýð-
220