Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 221
urinn ætlar nú allt í einu að fara að gera alvöru úr því
að vinna sig upp. Hin borgaralegu sagnvísindi opnuðu
leiðina hinni materíölsku söguskoðun marxismans, sem
kveður svo upp dóminn um að borgarastéttin liafi runn-
ið sitt skeið. Hugsjónir borgaranna um frelsi, jafnrétti
og bræðralag liafa ekki getað rætzt í ríki þeirra, en eiga
nú fyrirlieit um að geta rætzt i heimi þess þjóðfélags,
þar sem borgarastéttin er afnumin. Iðnaðarþróunin,
efnislegu rannsóknirnar, völdin yfir náttúruöflunum,
þetta, sem voru aðalvopnin í frelsisbaráttu borgaranna,
heimta nú völdin í hendur verkalýðsins. í höndum lians
geta hin verklegu vísindi fært mannkyninu þá ham-
ingjuheima, sem mennina liefir dreymt um. I höndum
horgarastéttarinnar eru þau dauðadæmd. Mannúðin, sem
horgarastéttin tilbað af öllu sínu hjarta á blómaskeiði
sínu, iieimtar nú völdin úr höndum hennar, því að nú
eru þær orðnar helgreipar um háls mikils meiri hluta
mannkynsins. Fórnfús hugsjónabarátta fyrir farsæld
mannkynsins hlýtur að beina vopnum sínum gegn borg-
arastéttinni, sem liggur nú orðið eins og mara á menn-
ingu heimsins. Allt leggst á eitt: mannúð og réttlætis-
þrá, rökrænn skilningur og vísindaleg þeklcing, sann-
leiksást og alvöruþrungin sannleiksleit, spámannlegt
andríki og brennandi fórnfýsi, — alll þetta dýrlegasta,
sem borgarastéttin þekkti á blómaskeiði sínu og hafði
hafið til skýjanna sem goðumbornar dyggðir og eigin-
leika, —- þetta allt brópar nú einum rómi uppreisn gegn
ráðandi öflum liins kapitalistiska heims, — gegn sjálfri
borgarastéttinni.
I ýtrustu vörn hefir borgarastéttin reynt að slá striki
yfir sína eigin menningu og draga mannkyn niður í fá-
fræði og grimmd hreinnar villimennsku. En hin borgara-
lega menning var svo glæsileg og stendur svo djúpum
rótum, bæði meðal verkalýðsins og borgarastéttarinn-
ar sjálfrar, að henni er ekki kippt upp í einu átaki. Það
er erfitt að uppræta liana með því að ganga beint fram-
221