Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 222
an að henni, þar sem hún stendur í blóma sínum og
segja henni stríð á hendur. — Baráttan gegn henni
verður að eignast sinn siðferðislega grundvöll, sem lagð-
ur er á hornsteini einhverrar hinnar viðurkenndu borg-
aralegu dyggða. I skorti liinna óskeikulu sanninda grípa
borgararnir til þess úrræðis að efa alla skapaða hluti,
til þess að geta flúið niðurstöður sinnar eigin rökfærslu.
Þennan efa sinn hafa þeir nefnt vísindalega gagnrýni,
hlutlausar athuganir, liollustu við sannleikann og öðrum
jafngöfugum heitum. Á sama tíma gera þeir svo óp
að fögnuði yfir nýjum menningarsigrum og nefna hann
rómantiska glýju, spámannlega andagift nefna þeir pré-
dikunarsýki, sannfæring um réttan málstað nefna þeir
blindan átrúnað. Athugum nú, hvernig þessi efasemd-
anna visindi og lífsspeki hafa lýst sér og þróazt í okk-
ar litla þjóðfélagi, sem vörn hins borgaralega skipulags.
II.
Árið 1908 skrifaði Einar H. Kvaran smásögu, sem heitir
„Á vegamótum“. Aðalpersónur sögunnar eru ung prests-
hjón í smáþorpi á íslandi. Presturinn liafði á stúdents-
árum sinum hrifið þessa konu með hjartnæmri og lát-
lausri prédikun um að „elska sannleikann, hvar sem
hann komi fram“, „virða og elska sannleiksþrá mann-
anna, þó að hún fari með þá út á aðrar götur en þær,
sem maður sjálfur telur ráðlegt eða fýsilegt að fara“.
Aðalefni sögunnar er um það, þegar honum gefst svo
kostur á að sýna, hvilík alvara honum er með að færa
þessa hugsjón sína út í lífið. Presturinn kemst vitanlega i
skólanefnd i þorpinu og á að geta verið þar mikils ráð-
andi. — Fyrir undirróður sýslumannsins, sem vill koma
einum sinna manna að barnaskólanum, er liafin árás
á kennarann við skólann og að yfirskini notuð sú átylla,
að hann segi börnunum, að biblían sé ekki öll guðsorS
og að hann telji ýmsar kenningar í kverinu mjög vafa-
samar. Prestskonan situr heima óróleg og áhyggjufull,
222