Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 223
þegar maðurinn hennar er á skólanefndarfundunum, þar
sem gera á út um þetta mál. Hún sér eftir þvi að hafa
ekki lalað við hann áður en hann fór og stappað í
hann stálinu að taka upp vörnina fyrir þennan harna-
kennara, sem ekkert liafði lil saka unnið annað en að
tala sannleikann og leitast við að strjúka miðalda-
myrkrið af sálum barnanna. En svo blygðast hún sin
fyrir það, að hún skuli geta vantreyst manninum sín-
um til þess að taka upp baráttuna í þessu auðsæja rétt-
lætismáli. — En þegar presturinn kemur heim, þá kem-
ur það i ljós, að ótti hennar var ekki ástæðulaus. Prest-
urinn liafði gengið inn á það að reka þennan kennara.
Konan skildi þetta ekki, í sínum kvenlega einfaldleika.
Hún ræðst á mann sinn af brennandi lieiðarleika og
réttlætisást. — En liann ver sig af fráhærri snilld. Hann
viðurkenndi, að sannleikurinn hefði að vísu orðið fyrir
skakkafalli. En afsökunin var sú, að sannleiksleitin er
svo flókið og vandasamt viðfangsefni. „Mennirnir fjand-
skapast ekki jafn ákaft gegn neinu, eins og sannleika,“
segir liann. „Og allur fjandskapur gefur illum öflum
hyr undir báða vængi. Fyrir allan fjandskap verða ein-
hverjir verri menn en þeir hefðu annars orðið. — —
Þegar bækurnar einar eru fyrir framan okkur .... þá
er sannleiksbrautin þráðbeinn og rennsléttur þjóðvegur.
En þegar út í lífið kemur, verða göturnar svo margar
og vandi að greina þær rétt hverja frá annari.Ég
veit, að sannleiksbaráttuna verður að heyja...Ég
veit, að miklir menn heyja hana eins í lífinu, eins og
þeir heyja hana á æskuárunum í huganum. En ég veit,
að ég er ekki mikill maður...Ég veit, að samkvæmt
einhverju dularfullu lögmáli tilverunnar verða alltaf
einliverjir þeim mun verri sem meira er unnið gott.
Ég veit, að það rýrir ekki gildi liins góða. En ég veit
líka, að kæmi einhver lil mín, þessa heims eða annars,
og færði mér sönnur á það, að ég hefði gert hann að
verri manni, þá gæti ég ekkert annað gert en liulið and-
223