Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 225
vegar viðleitni til að afsaka hana og finna lienni siðferð-
islegan grundvöll. — Fjandskapur gefur illum öflum byr
undir háða vængi. Öll barátta kveikir fjandskap og sér-
staklega þó sannleiksbaráttan. Þess vegna verður öll har-
átta að falla niður, sérstaklega þó sannleiksbaráttan.
Á þennan hátt réttlætir presturinn ræfilsháttinn. Og
liann setur þetta fram af svo mikilli snilld, að góðlijart-
aður borgari getur varla annað en hneigzt að þeirri
skoðun, að eiginlega sé nú hlessaður ræfilsliátturinn
framúrskarandi góður og göfugur i innsta eðli sínu. Ein-
mitt frá honum sldna sólargeislar friðarins inn í sálir
mannanna. Þegar allt kemur lil alls, þá er það þessi
ræfilsliáttur, þessi sviksemi við sannleika og réttlæti, sem
heldur í skefjum hinum illu öflum, sem annars myndu
fá byr undir háða vængi. Og þessi rökfærsla ræfilsskap-
arins liallar sér til hvílu í þeirri einlægu trú, að það
sé einhversstaðar til einhver leið, þar sem dýrlegustu
óskir mannanna geti rætzt. — En hugmyndin um, að
sú leið sé vandfundin, raskar ekki ró liinnar uppljóm-
uðu sólskinssálar. Kröfur borgaranna til sannleiksleit-
arinnar voru að síga niður á það stig, að gera sig á-
nægða með að vita, að eitthvað væri einhversstaðar og
kæmi einhverntíma í ljós.
III.
En nú eru 27 ár liðin síðan þessi saga var skrifuð, og
það hefir orðið mikil hreyting á 27 árum. Þróunin liefir
gengið sinn gang með geysilegum liraða. Og nú er svo
komið, að ræfilshátturinn, sem presturinn var að afsaka
1908 og var að leitast við að tylla á einhvern siðferðisleg-
an grundvöll, hann er nú orðin siðferðisleg hugsjón í lier-
húðum hinna víðsýnu og frjálslyndu horgara. Sviksem-
in við sannleiks- og rétllætisbaráttuna, sem var verið
að reyna að réltlæta 1908, er nú komin í sóknarstöðu.
Efinn, sem presturinn var í heigulsskap sínum að skjóta
sér á bak við, vaðall um flókna baráttu og vandasamt
225