Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 226
viðfangsefni, margar götur, sem vandi er að greina rétt
liverja frá annari, kviksyndi, sem verður að sneiða hjá,
myrkur efa og ráðaleysis, sem skellur á, þetta er nú
orðið sverð og skjöldur hinna borgaralegu mennta-
manna. 1908 var sannleiksbaráttan óþörf barátta l'yrir
borgarastéttina og mátti því niður falla. Hún þurfti
ekki á henni að lialda, liún hafði allt sitt á þurru. En
nú getur sannleiksbarátlan ekki verið annað en fjand-
samleg og liættuleg völdum liennar, og þess vegna dug-
ir ekki annað en að taka upp baráttuna á móti henni.
Ragnar Kvaran heitir sá, sem á þessu herrans ári
stendur fremstur i broddi þessarar fylkingar. Hann
fór i Útvarp rikisins í sumar með erindi um efann,
þessa l'ornu gullvægu dyggð. Efinn er ein af hinum
goðumbornu dísum mannkynsins. Hann er hrautryðj-
andi allra dyggða og lramfara. í þvi samhandi taldi
Ragnar upp ein reiðinnar ósköp af veraldarinnar fá-
dæmum, sem Jesús Kristur hefði efað. Þess vegna gat
hann orðið svona mikill spámaður. Þar næst kom Ragn-
ar að sjálfum sér. Hann sagðist vera jafnaðarmaður,
en jafnframt taldi hann það sjálfsagt, að eflir 30 ár
væri það komið í ljós, að jafnaðarstefnan væri harna-
skapur. Þar gekk hann feti lengra en Jesús Kristur, því
að aldrei komst Jesús svo langt á þróunarbraut efans,
að hann æti jafnharðan ofan í sig sínar eigin skoðanir,
lieldur var liann gífuryrtur með afbrigðum. En þennan
efa Ragnars um sína eigin stjórnmálastefnu má alls ekki
skoða sem hnjóðsyrði um jafnaðarstefnuna. Það var alls
ekki meiningin. Hann er aðeins undirstrikun þeirra
sanninda, að maður skal alla daga vera sér þess með-
vitandi, að þó að maður hafi komizt að einhverri nið-
urstöðu, þá er það hérumbil alveg áreiðanlegt, að sú
niðurstaða er vitlaus.
En nú gætu einhverjir liaft það til að spyrja: Á nú
ekki þessi efaprédikun fullkominn rétt á sér, einmitt í
sambandi við það, sem nú er að gerast? Þannig spurði
226