Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 228
ég samt leyfa mér að bæta við nokkrum orðum um gang
þessa merkilega máls.
Á þvi lierrans ári 1934 ferðast maður nokkur af ís-
landi til Sovétlýðveldanna. Frá barnæsku hefir maður
þessi mætt hverju einasta fyrirbæri lifsins með myrk-
ur efasemdanna og ljós gagnrýninnar í sálu sinni. Hann
liefir um all-langt skeið hneigzt að þjóðfélagskenning-
um sósíalista, alveg eins og Ragnar Kvaran, greitt Al-
þýðuflokknum atkvæði sitt um kosningar og var um
skeið starfsmaður við Alþýðublaðið. Hann hafði galop-
in augu fyrir trúarofstæki kommúnista og réttlínubrjál-
æðinu. Hann mun liafa verið svo langt kominn á þró-
unarbraut liinna pólitisku efasemda, að liann var far-
inn að efast um sigur jafnaðarstefnunnar, alveg eins
og Ragnar Kvaran, og sennilega með ennþá meiri sárs-
auka, að sama skapi og liann er hreinhjartaðri alvöru-
maður. Hann sannfærist um menningarspjöll fasist-
anna, en um skeið jókst stórkostlega efi hans á mætti
verkalýðsins til að reisa rönd þar við.
Svo fer hann til Rússlands. Honum hafði verið sagt,
að þar væri búið að gera byltingu og þar færi verka-
lýðurinn með völdin. Og þegar hann kemur heim, þá
skrifar hann bók um það, sem liann hafði heyrt og séð.
Og honum fer eins og Tómasi nokkrum, sem við prest-
arnir könnumst við. Hann hafði efazt, þar til liann hafði
þreifað á. En þá varð fögnuður hans líka geysimikill,
eins og stundum vill verða, þegar menn hafa þreifað
á einhverju, sem þeir hafa þráð svo heitt, að þeir hafa
ekki þorað að trúa því. Maður þessi hefir árum sam-
an verið einn af kunnustu og vinsælustu rithöfundum
þjóðarinnar. Rit hans hafa verið prýdd flestum höfuð-
einkennum borgaralegrar ritmenntunar. Þessi bók hafði
öll hin sömu einlcenni. Ferðamaðurinn hefir glöggan
skilning á höfuðatriðum þess, er fyrir hann bar. Þess
vegna er bókin fræðandi og skýrandi. Hann liefir næmt
auga fyrir hinum hversdagslegu aukaatriðum. Með þvi
228