Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 229
veröur hún létt og skemmtileg. Þar að auki ber hún
þess menjar, að höfundurinn hefir séð það á ferð sinni,
sem hann liefir þráð afarheitt, og það gefur honum nýj-
ar og hjartari hugmyndir um framþróun lífsins. Sú
reynsla hleypir eldi i bókina og spámannlegum krafti.
— Bókin er hin nákvæmasta mynd af rithöfundinum
Þórbergi Þórðarsyni, sem liugsast getur. Hann athugar
með fráhærri nákvæmni. En liann er meira heldur en
hara barómeter og alinmál. Hann er hugmyndafrjór og
tilfinningaríkur maður. Hann lætur sér ekki nægja að
skýra frá því, sem fyrir ber, i skýrsluformi. Hann læt-
ur það fylgja með, livaða áhrif þetta liafi liaft á liann
sem lifandi og hugsandi veru, hvaða hugmyndir það
vakti, hvaða tilfinningum það lileypti af stað. Hver ein-
asti bókmenntamaður á fslandi veit, að þannig skrif-
ar Þórbergur alltaf, um hvað sem hann skrifar og hverj-
ar sem niðurstöður lians eru.
Nú skyldi maður ætla, að Ragnar Kvaran, meðbróð-
ir Þórbergs í þjáningum hinna pólitísku efasemda, hefði
einnig glaðzt í lijarta sínu yfir reynslu þessa manns
og hann sem bókmenntamaður liefði fagnað því að fá
þessa reynslu í svona glæsilegu riti. En það er nú eitt-
hvað annað. Bókin hleypir í liann illu blóði. Hann verð-
ur bálvondur. Og það, sem hleypur í taugarnar á hon-
um, það er fögnuður Þórbergs yfir sósialistiskri upp-
byggingu Sovétlýðveldanna, sigri sósíalismans, mætti
verkalýðsins til sköpunar nýrrar heimsmenningar.
Ef þessi fagnaðaróbeit Ragnars væri einstök í sinni
röð, þá væri ekki ástæða til að fara mörgum orðum
um liana. En það er nú öðru nær. Við, sem erum i þó
nokkru sambandi við liina svonefndu frjálslyndu borg-
ara og ræðum við þá annað veifið um daginn og veg-
inn og andleg viðfangsefni, vitum, að þetta fagnaðar-
hatur er afarútbreitt og á djúpar rætur í lijartanu. Og
opinherlega liefir það mjög komið fram í Alþýðublað-
inu nú í seinni tíð, víðar en í ritgerðum Ragnars. f þvi
229