Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 230
sambandi er það orðin alveg sérstök ástriða að koma
undir heitið trúarbrögð öllu því, sem eitthvert fútt er
í, stemning og hrifni, sannfæring og fögnuður. Það
gera borgararnir í svívirðingarskyni. Þeir þykjast hafa
andstyggð á trúarbrögðum. Það eru leifar frá þeim
tíma, þegar borgarastéttin var að vinna sig upp í and-
stöðu við lijátrú og fáfræði kirkjunnar. —- Ef Sovét-
vinur segir frá glæsilegum sigrum sósíalismans, livort
lieldur af eigin sjón eða frásögn annara, þá er farið
að eigna þvi trúarlegt inniliald. Gleði verkamannsins
yfir sigri verkalýðshreyfingarinnar. setja þeir i sam-
band við fögnuð hjartans, sem séra Bjarni talar svo
ofl um af mikilli snilld. Þegar sósíalisti talar einart
og djarft og sannfærður um sósíalistiskar kenningar, þá
segja þeir að hann syngi hallelúja. Ef hann talar um
kúgun og frelsisbaráttu, þá heitir það trúarlegt ofstæki.
Byltingarsöngvar lieita trúarljóð. Ef kommúnisti ber
fyrir sig fræðileg rök, sem svo og svo margir bafa vit-
anlega borið fram áður, þá heitir það utanaðlærðir trú-
arlærdómar. Það er alveg takmarkalaust, livað smá-
borgararnir geta lieiinfært undir trúarhrögð. Það er eitt
glæsilegasta dæmi þess, hvað langt er hægt að komast
í því að afhaka merkingar orða með grautarlegum liugs-
unrhætti. Grétar skinnið Ó. Fells talar um trúarhrögð
náttúrunnar. Undir það lieyra saklausar og friðsælar
kvöldstemningar og hrifni frammi fyrir fallegri fjalla-
sýn. Ég gæti bezt trúað því, að hann hefði fengið þetta
trúarbragðahugtak sitt á skrifstofunni hjá Vilmundi
landlækni.
En hvernig eigum við að skýra þessa óttalegu ang-
ist gagnvart fögnuði náungans, sem fundið hefir nýjan
sannleika eða sannfærzt urn þýðingarmiklar staðreynd-
ir? Einu sinni gátu þó menntaðir borgarar skilið þessa
reynslu. Það liggur auðvitað beint við að segja, að þessi
ótti þeirra við nýjar staðreyndir byggist á því, að i
þeim sjá þeir dauðadóm yfir borgarastéttinni, og svo
230