Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 233
að kenna að mestu bókarlaust. Það kvað vera fjandi
seig kennsluaðferð. Það, sem menn læra af bókinni,
geta menn efazt um. En það, sem menn þreifa á sjálf-
ir, verða bjargföst vísindi. Barátta fyrir brýnustu lífs-
nauðsynjum er mörgum verkamanninum seigur kenn-
ari. Atvinnulaus verkamaður á þessari tækninnar öld
uppgötvar það fyrr eða síðar, að það er eitthvað bogið
við fyrirkomulag hlutanna.
Það er orðinn leikur einn að framleiða alla skapaða
hluti, sem til lífsnauðsynja heyra. Þess vegna er eitt-
hvað vitlaust og ranglátt við það, ef allir geta ekki haft
í sig og á. Þetta eru ákaflega einföld og augljós lífs-
sannindi. Hann langar strax til að gera þetta svolítið
réttlátara. Það geta verið heldur smávægilegar breyt-
ingar, sem honum detta fyrst í bug, t. d. hærra kaup-
gjald og svo atvinnubótavinna, þegar kreppan er kom-
in, til að jafna ofurlítið. En þessi sanngjarna tillaga
hans mætir mótstöðu, Og hann uppgötvar, að mótstað-
an kemur frá ákveðnum mönnum, sem hann kallar ríku
mennina eða eittlivað þess háttar. Og þeir ráða öllu,
en liann ræður bókstaflega engu. Ef hann á að geta
komið þessu í gegn, þá verður hann að liafa samvinnu
við aðra verkamenn, og þegar það tekst, þá uppgötvar
hann það, að liann er hluti af stétt, sem ræður að jafn-
aði litlu sem engu, en býr yfir mætti, sem getur gert
hana volduga. — Það fara að vakna hjá honum ný hug-
tök, svo sem stéttarbræður og andstæðingar. — Lífsbar-
áttan sjálf hefir leitt hann út í baráttu við andstæðing-
ana. Það þýðir ekki að hræða hann með því, að bar-
áttan leiði til fjandskapar og fjandskapur gefi öllum
illum öflum byr undir báða vængi. Lif hans er allt ein-
tóm barátta, og stéttabaráttan er eklcert annað en einn
þáttur af lífsbaráttunni sjálfri.
Sannleiksbrautin er ekki rennsléttur þjóðvegur fyrir
hinum óbreytta verkamanni,og það geta verið kviksyndi
á götunni. En hún getur verið furðu bein. Hann liefir
233