Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 242
sem er, alveg eins og liann faðir þinn; það er sama ofur-
kappið í ykkur báðum. Munurinn er aðeins sá, að hann
hefir sjúkrahúsið sitt, en þú verkfræðinámið og prófið
og svo stjórnmálin núna upp á síðkastið. Gerðu það
fyrir mig að láta þessa fundi og þetta Rauða stúdenta-
félag eiga sig . .
Rolf: Og hvað stoðaði það, þó að ég lyki verkfræði-
prófi í dag með ágætiseinkunn, ef þeir gera svo út af
við okkur á morgun?
Móðirin: Hverjir ætla að gera það?
Rolf (tekur utan um hana): Heyrðu nú, mamma ....
(tekur blaðið) heldurðu í raun og veru, að starfsmaður
nokkurs ofbeldisfélags færi að stinga á sig félagsskír-
teini sínu, áður en liann framkvæmdi verk eins og þetta?
Móðirin: Æ, ég skil ekkert í neinu af þessu.
Rolf (ákafur): En þetta verður maður að skilja,
mamma! Það er óþolandi til þess að vita, livernig
heil þjóð er blekkt og táldregin með þessu og öðru
eins. (í örvæntingu): Það getur beinlínis gert mann
vitstola!
Móðirin (tekur um liöfuð honum, strýkur liár hans):
Farðu nú að mínum orðum, ég liefi þó óneitanlega
reynt sitt af hverju og hefi ekki svo fá árin að baki
mér. Þú ert orðinn alveg ringlaður af allri þessari tek-
nik og pólitik, sem þú drekkur i þig nætur og daga.
(Heldur áfram að strjúka honum). Yið höfum alllaf
skilið hvort annað, drengur minn!
Rolf (veilir ekkert viðnám lengur): Já, mamma.
Móðirin: Og nú gerir þú svo vel og ldustar með
eftirtekt á það, sem móðir þín segir. — Þú veizt ekki,
hve marga nóttina ég ligg andvalca, þegar þú ert á
þessum fundum og samkomuin. Og honum föður þín-
um þori ég ekki að segja það, þvi að ég vil ekki, að
ykkur lendi saman, þessum funakollum.........
Rolf (leggur höfuðið á handlegg henni, strýkur henni).
Móðirin: Sjáðu til, þegar ég ligg þannig vakandi,
242