Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 243
get ég ekki annað en verið að liugsa um, að þið kunn-
ið nú að lenda í illdeilum við eitthvert annað stúdenta-
félag — það eru daglegir viðhurðir, eins og þú veizt
— eða að þið farið fram lijá einhverjum samkomu-
stað nazista, og þá kveður allt í einu við skammbyssu-
skot .... (Lyftir liöfði hans). Rolf, hætlu að skipta þér
af þessari pólitík og farðu lieldur að húa þig undir
prófið, gerðu það fj'rir mig, láttu það eiga sig, þetta
pólitíska þvarg, sem enginn botnar neitt í hvort sem er.
Rolf (verður ákafur á ný): Þarna kemur það! Sjáðu
nú til, mamma, þú ert svo skýr og greind kona, já,
það ertu vissulega! Þú berð umhyggju fyrir okkur í
smáu og stóru ....
Malmlock kemur inn. Hann virðist í fyrstu alvörugefinn, en
verður strax rórri og nærri því glaðvær, þegar hann lieilsar
konu sinni ....
Mamlock: Góðan daginn, krakkar! Góðan daginn,
mamma! (kyssir konn sína á ennið). í dag er mér
nóg boðið.
Móðirin: Hefirðu gert marga uppskurði?
Mamlock: Nú liefir „hin pólitíska uppskurðarlist“
bætzt við. Það kemur af þessum daglegu götuskærum
með hnífstungum og skotsárum, sem aldrei þola neina
hið .... Vonandi verður því lokið eftir vikutíma. (Hann
sér Rolf með blöðin, gengur að borðinu til dóttur sinn-
ar). Jæja, Ruth, hvað leggur Titus Livius til málanna?
Rutli: Ég er komin að kaflanum um Hannibal í
Apúlíu.
Mamlock: Það var nú karl í krapinu!
Ruth: óviðjafnanlegur, finnst þér það ekki? Og samt
er Rolf að skopast að því og gera sig merkilegan, og
svo segir hann, að kommúnistarnir liafi alls ekki kveikt
í ríkisþinghúsinu!
Móðirin (fljótt): Heyrðu, Ruth, þú mátt ekki mis-
skilja, þó að maður geri að gamni sínu!
Ruth: Þú heldur nú alltaf með Rolf, mamma! (Kræk-
243