Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 245
opinber tilkynning rikisstjórnarinnar á þessari örr
lagastund þýzku þjóðarinnar ....
Rolf: Einmitt á slíkri úrslitastundu var nazistunum
nauðsyn á þessari stórkostlegu kosningaflugu ....
Mamlock (æstur): Ég verð að biðjast undan þessu
óheyrilega blygðunarleysi, á slíkri stund sem þessarií
Manni ber að virða jafnvel sinn hatramasta fjandmann,
sem maður á í böggi við, og ætla honum ekki þann
níðingsskap, sem maður á ef til vill sjálfur í fórum
sínum!!
Rolf (gengur fyrir hann): Pabhi, þessi orð tekurðií
aftur!!
Mamlock (þýtur upp): Tek ég þau aftur?! Undur-
samleg er hún, þessi öfugsnúna veröld! Svona er þá
komið! Engar vífilengjur! Nú er það é g, sem tala!
Fyrst þessi ábyrgðarlausa bakmælgi, þessi liugarfars-
spilling.....
Rolf (ætlar að fara).
Mamlock (þrifur til lians): Þú verður kyrr! Ætl-
arðu lika að renna af hólmi? — Undanfarna mánuði
liefi ég tekið eftir þessu eirðarleysi i fari þínu, þessu
rótleysi og yfirlæti, sem ég fann þar ekki áður. Þú
veizt, að ég er enginn harðstjóri, og ég hefi lofað þér
að fara þínar eigin götur. En eftir þetta glæpsamlega
tiltæki kommúnistanna ....
Rolf (sprettur upp): Ég get ekki lilustað á þetta og
annað eins!
Mamlock: Þú skalt fá að hlusta á það, sem meira
er, karlminn! (Þagnar, tekur um lierðar honum). Rolf!
Ég hefi líka verið ungur, ég hefi sjálfur framið öll þessi
heimskupör, ég skil þig mæta-vel. En reyndu þá líka
að skilja mig, sem vil þér vel og liefi þann tilgang
einan að forða þér frá ýmsuin vandræðum .... Sjáðu
nú, Rolf, þetta er allt saman ofur-eðlilegt, það er eins
og gerjandi aldinlögur, sem ólgar og brýzt um í ker-i
inu og vill sprengja utan af þvi gjarðirnar. Á þinum
245