Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 246
aldri er maður í uppreisnarhug og vill kollvarpa öllum
hlutum. En bíddu svo sem fimm eða tiu ár, og þér mun
lærasl að líta á menn og málefni með meiri stillingu,
þú munt læra að sigrast á andstæðum þíns eigin eðlis,
ekki með sprengikúlum eða vígorðum, heldur með
grandskoðun og skilningi.
. Rolf (rólega): Óneitanlega er þýðingarmikill mun-
ur á ungum og gömlum, á þroskaárum og fullorðins-
aldri, mikilsvarðandi munur á þróunarstigum. En ég
lield, pabbi, að aðalatriðið i þessu sambandi sé ekki
kynslóðamunur, ekki lífeðlislegur munur ....
Mamlock: Heldur hvað?
Rolf: Aðalatriðið er — fyrirgefðu þetta stranga orð
— aðalatriðið er stéttamunur.
Mamlock (æstur): Þarna er hún lifandi komin, þessi
andlega sprengikúla, þessi hvellhetta kosningafund-
anna! „Stéttamunur“, „stéttabarátta“ .... maður kann-
ast svo sem við þessar röksemdaaflraunir ykkar þarna
í rauðu stúdentafélögunum: Fyrst eru soðnar saman
einhverjar kenningar, siðan er lýðurinn æstur upp á
pólitískum fundum, og að lokum kemur þessi vitstola
einstaklingur fram á sjónarsviðið, sem breytir hinum
ómeltu kenningum í blákaldan veruleika og slöngvar
eldibrandinum......
Rolf: Pabbi, þetta er ekki allra minnsta sönnun!
Mamlock (ótrauður): Eins og maður finni það ekki
á sér, hvernig í öllu liggur! (Æstur). Og allt þetta eftir
skipun bins rússneska asíulcyns, sem er okkur Þjóð-
verjum algerlega framandi eðlis! Við Þjóðverjar er-
um engir Rússar, Þýzkaland er ekki Asía! Ég hefi
ekki legið i skotgröfunum í fjögur ár og barizt fyrir
föðurland mitt, til þess að sonur minn gengi í samsæri
við brennuvarga og allra þjóða kvikindi!
Seidel kemur inn með miklu írafári, heldur á dagblaðastranga
í hendinni.
Seidel (í lirifningu): Sú tekur í taumana, ríkisstjórn-
246