Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 248
ker .... öll stræti flóandi i brúnum lit, allir i storm-
sveitabúningi, starfsbróðir okkar, Hellpach, einkennis-
búinn ....
Mamlock: Hafið þér talað við hann?
Dr. Hirsch: Talað?! Fólkið er eins og dýnamit! (Tek-
ur ferðatösku sína).
Dr. Carlsen kemur þjótandi inn, reynir að sýna á sér still-
ingu ....
Dr. Carlsen (við Mamlock): Afsakið, lierra prófessor,
ég ætlaði aðeins að grennslast eftir þvi, livort verka-
skiptingin yrði óbreytt við uppskurðarstarfið ú morgun.
Mamlock: Hví ekki það?
Dr. Carlsen: Hellpach síinaði hjúkrunarkonunni fyr-
ir klukkutíma, að hann ætlaði í ferðalag.
Rolf: Það ferðalag hans endar vafalaust í næsta
stormsveitaskúla, þar sem hann lætur uppskurðarhníf-
inn í skiptum fyrir marghleypuna.
Mamlock (gengur á móti honum): Þögn! (Við Carl-
sen): Er liann farinn?
Dr. Carlsen: „I mikilsverðum erindagerðum“.
Mamlock: Hefir hann tilkynnt burtför sína?
Dr. Carlsen: Nei.
Mamlock: Ágætt, fyrirtak! ....
Simon kemur inn í flýti, ásamt fíuth og móður hennar ....
Móðirin (við Símon): Það er ekki mögulegt?
Ruth: Þetta eru meiri óróaseggirnir!
Mamlock: Hvað hefir komið fyrir, Símon?
Símon: Stormsveitamennirnir eru setztir i lækninga-
stofnun yðar, til þess að leita að — læknum af Gyð-
ingaættum.
Mamlock: Stormsveitir í minni lækningastofnun! ...
Allt í einu heyrist í útvarpstæki í næsta herbergi, urgandi
rödd, sem öðru hvoru hleypur í baklás: „.... upp á rnóti
þessum glæpaverkum framandi vanmenna af asíukyni stillum
við nýrri hugsjón hinnar arisku manntegundar, gamalli, ef til
vill síðustu opinberun hins norræna kynstofns ....“
Rutli: Hann er að tala!!
248