Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 249
Malmlock (skundar út til hægri, þarigað sem útvarps-
tækið stendur).
Röddin i útvarpinu: ,..En nú, eftir að þetta glæpamanna-
afsprengi hefir kveikt í húsi þjóðar vorrar, mun ekkert geta
aftrað mér frá þvi að uppræta með járnliarðri hendi þessa asíu-
kynjuðu morðpest (þagnar).
Ruth (í hrifriingu): Hvílik rödd, hvilikur maður!
Og þó að þið viljið ekki hlusta á hann, þá ætla ég mér
að gera það! (Hleypur út).
Dr. Hirsch (sem ýmist tekur upp ferðatöskuna eða
leggur hana frá sér): Mania liallucinatoria epidemica.
Mamlock hefir lokað útvarpstækinu, kemur inn á ný.
Malmlock (stillilega, liugsi): Og svo er gamla spurn-
ingin, herrar mínir: Á lífið að rikja yfir vísindunum,
eða þekkingin yfir lífinu? Hvað er þessi þinghússhrenna,
þessi stjórnarskipti, allar þessar útvarpsræður ráðherr-
anna, í samanburði við eina einustu hugsun Harveys,
Vircliows, Korsakoffs eða Einsteins? Herrar mínir, ég
efast ekki um, að þér munuð ætla að standa við köll-
un yðar og starf, yðar vísindalegu sannfæringu, yðar
andlega vopnaheiður!
Seidel: Ætli það ekki! Maður er þó enginn aumingi í
Dr. Carlsen: Og enn eru milljónir verkamanna og
frjálslyndra borgara, sem lialda í höndum sér merki
lýðræðisins ....
Rolf: Ef þeir hafa þá ekki þegar byssur í liönd-
unum ....
Dr. Hirsch (livergi smeykur, ógnandi, lyftir töskunni):
Einnig við munum liafa byssur, ungi maður, ef því
er að skipta!!
Rolf: 1 töskunni þeirri arna?
Móðirin: Rolf!
Mamloclc (bælir niður gremju sína): Herrar min-
ir, verkaskiptingin á slcurðarstofunni verður óhreytt. Við
sjáumst þá aftur á morgun við starfið! (Fylgir þeim
til dyra, ásamt Ruth).
249