Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 251
Mamlock (ákaflega gramur): Heimska! Brjálæði!
Svívirðilegur rógburður!
Dr. Inge: Ætlið þér að staðhæfa, að stjórnin liafi
gefið út slíka tilkynningu sem þessa, án fullgildra sönn-
unargagna? Ætlið þér að saka stjórnina um lygi og
rógburð? —■ Herra prófessor, liér með segi ég af mér
starfinu við lækningastofnun yðar.
Mamlock: Og ástæðan?
Dr. Inge: Eftir það, sem fyrir hefir komið, get ég
ekki starfað undir stjórn Gyðings.
Þögn.
Mamlock: Eruð þér gengin af göflunum? Þér verð-
ið auðvitað að rækja starf yðar, gegna skyldum yð-
ar, alveg eins og við hinir, eins og ég sjálfur. Læknis-
staðan, og þó sérstaklega starfið á uppskurðarstofnun,
er eins og varðstaða frammi fyrir fjandmannaher. Lít-
ið þér á, ég hefi oft óþægindi af fótarlömuninni, sem
ég fékk í stríðinu, við veðrabrigði og langar stöður i
uppskurðarsalnum fæ ég oft taugaverki í fótinn. En
myndi það gefa mér rétt til að yfirgefa skyldustörf
mín? Lífið væri harðla lítils virði, ef ekki væri hægt
að sigrast á þess konar líkamlegum annmörkum. Skilj-
ið þér það?
Dr. Ingc (horfir á hann): Þetta eru hlutir, sem ekki
koma skilningi við. Hér keniur ekki til greina dugn-
aður eða sjálfsagi, sök eða sakleysi, herra prófessor.
Hér talar blóðið sjálft, og blóð er sama og örlög!
Rolf: Þér hafið alveg rétt fyrir yður, ungfrú: Þar
sem skilninginum lýkur, tekur „hlóðið“ við, og þar
sem heillann vantar, koma „örlögin“ í staðinn.
Dr. Inge: Svona haldið þér ekki lengi áfram að tala!
Rolf: Þá að starfa (ætlar út).
Mamlock (gengur í veg fyrir hann): Hvert ætlarðu?
Ég vil vita, livert þú ætlar! (Lækkar róminn, bælir
niður geðshræringu sína). Hvar hefirðu skynsemina,
drengur, livar hefirðu eyrun og tilfinningarnar? Ertu
251