Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 252
Þjóðverji, þú, sem gengur í lið með þessum alþjóð-
legu glæpamönnum?
Rolf: Pabbi, þú ert vísindamaður, starf þitt er viður-
kennt af öllum, en á stjórnmálasviðinu læturðu tilfinn-
ingarnar fara með þig i gönur, alveg eins og hver annar.
Mcimlock (æstur): Ætlar þú að fara að uppfræða
mig?
Rolf (ótrauður): Hvaða sannanir hefirðu?
Malmlock: Þögn! Hér er enginn málfundaklúbbur
eða þingfundur. Við erum hér í mínum húsum, og ég
læt ekki trufla húsfriðinn með pólitisku þvargi! Póli-
tík eða starf -— það er kjörorðið! Fyrir mann á þín-
um aldri er mál til komið að fara að starfa og liætta
að þvaðra!
Rolf: Ég vil vita einlivern tilgang með slarfi mínu.
Mamlock: Og ég vil vita þig leggja niður öll afskipti
af pólitík, eða þú stígur ekki fæti inn fyrir þessar hús-
dyr framar! Skilurðu það?
Rolf (horfist í augu við liann): Ég skil það. (Fer)..
Móðirin (heldur aftur af honum) : Rolf, þetta er brjál-
æði, hreinasta vitfirring .... lieyrirðu til mín, Rolf,
heyrirðu ekki til mín?
Rolf (lágt, strýkur henni): Ég heyri til þín, mamma,
og ég heyri hitt líka (fer).
Mamlock sezt, flettir blaðinu annars hugar.
Móðirin: Ættir þú ekki að vera sá skynsamari, Hans?
Mamlock (þegir).
Móðirin: Nú fer liann beint til kommúnistanna.
Mamlock: Það er rétt, að hann hlaupi af sér hornin..
Móðirin: Hann fer sér að voða!
Mamlock: Hann verður sjálfur að hafa vit fyrir sér.
Móðirin: Hans, hann er þó sonur þinn!
Mamlock: Og sonur þinn.
Móðirin: Kallaðu á liann, Hans, tájlaðu við hann
einu sinni enn, kallaðu á liann, Iians!!
Mamlock (stendur eins og negldur niður).
252