Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 253
Móðirin (örvæntingarfull): Minnstu þess, hvernig þú
varst sjálfur á hans aldri. Ég ætla að kalla á liann,
Hans, talaðu við hann aðeins einu sinni enn, gerðu
það fyrir mig!!
Mamlock (hörkulega): Ég liefi þegar talað við hann.
Móðirin: Já, en hvernig?
Mamlock: Ég hefi talað við liann og sett honum tvo
kosti: flokkinn eða föðurhúsin. Hann liefir valið.
Móðirin (þýtur upp): Já, þú hefir talað við liann,
sett honum kostina: flokkurinn eða föðurhúsin, hægri
eða vinstri, annað livort eða .... ó, ég þekki þetta
járnharða skityrðisleysi, sem þið kallið sjálfssam-
kvæmni, þessi líflausu kjörorð, þessar ísköldu andsetn-
ingar, þetta hjartalausa ofstæki ykkar ....
Mamlock: Ykkar??
Móðirin (sleppir sér): Já, ykkar — ykkar!! Aðrir
menn eiga sér augnablik, þegar þeir hlusta hver á ann-
an, heyra liver til annars, eiga sér staði innst inni fvr-
ir, þar sem orðin verða ekki úti á lijarnbreiðum skyn-
seminnar, heldur enduróma einhversstaðar í livelfingum
hjartans .... en þið — allt verður að vera annað livort
heitt eða kalt, satt eða logið, skilið eða misskilið ....
heili, heili og aftur heili! En það er lika sá raunveru-
legi erfðahluti ykkar kynstofns!!
Mamlock (horfir á hana).
Móðirin (fekntruð, eins og vaknandi af dvala): Nei,
nei, Hans, ég meinti það ekki þannig, ég ætlaði að segja
eitthvað annað, Hans, eitthvað allt annað .... (faðm-
ar hann að sér).
Mamlock (strýkur hár hennar, kyssir hana): Róleg,
Ellen, gerir ekkert til .... Þú hefir líka rétt fyrir þér,
það eru til hlutir, sem ekki verður fram lijá komizt,
sem ekki verða af skafnir, hverra ráða sem leitað er.
Móðirin (leggur lófann á munn honum, lágum rómi):
Hann er alveg eins og þú, nákvæmlega eins ....
Mamlock (tekur höfuð hennar milli handa sér): Held-
253