Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 254
urðu, að mér þyki ekki vænt um drenginn, einkason
þinn .... en mér þykir lika vænt um landið okkar, þar
sem ég er fæddur og upp alinn. (Hann gengur þungt
hugsandi inn í vinnustofu sína til hægri handar).
Dr. lnge, sem staðið hefir í þögulli hugarþenslu, án þess
að þau tækju eftir, yzt á sviðinu hægra megin — gengur nú
til móðurinnar.
Móðirin: Svo að þér voruð hér?
Dr. Inge: Fyrirgefið þér, ég varð að vera.
Móðirin: Urðuð þér að vera?
Dr. Inge: Vitið þér, hvert Rolf er að fara?
Móðirin: Út á götuna, út í einhverja liættu ....
Dr. Inge: Hættu? — Ég þekki hann, ég sá liann áð-
an, það lialda honum engin bönd, hann ímyndar sér,
að allt sé eins og það var fyrir nolckrum dögum, reynir
að rökræða við fólkið, útbýta flugritum, gjalda liku
líkt, ef til árekstra kemur ....
Móðirin (kvíðafull): Hann verður handtekinn!
Dr. Inge: Vonandi liandtekinn, vonandi, að ekkert
verra komi fyrir.
Móðirin (ofsahrædd): Hvað kemur l'yrir? Þér vitið
það! Hvað? Og hvar? Þér vitið allt, við verðum að
leita að honum! (Ætlar að þjóta út).
Dr. lnge (aftrar henni): Leita að honum! Einum
vatnsdropa í ólgandi liafinu!
Móðirin: Fyrst þér vissuð það, hvers vegna reynd-
uð þér ekki að aftra honum?
Dr. Inge: Ég?
Móðirin (litur á hana): Ég var húin að gleyma —
(Lágt við sjálfan sig): Hann hefði ekki látið aftra sér.
Dr. Inge: Nei, liann hefði ekki látið aftra sér. Þegar
liann stóð þarna frammi fyrir föður sínum, logandi
af reiði, gremju, hugdirfsku, ofurkappi, baráttuliug,
eins og tundurskeyti búið til flugs, þá vissi ég, að hann
myndi ekki láta aftra sér. Eitt talað orð getur valdið
sprengingunni, komið upp um hann — og slík orð munu
254