Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 257
É6 BIÐ AÐ HEILSA.
Þeir tímar, er við nú lifum, veita nýja möguleika til að skilja
þá endurvakningu, sem varð i islenzkum bókmenntum og islenzku
þjóðlífi fyrir öld síðan, þegar Fjölnismenn komu fram. Sú frelsis-
barátta, sem þá var hafin, er nú háð um heim allan í nýrri mynd.
í þessari grein, sem er stytting úr útvarpserindi, er aSeins tekiS
fyrir eitt smákvæSi eftir Jónas Hallgrímsson, en þetta smákvæði,
eins og viS skiljum þaS nú, er sígilt dæmi þess, hvernig hinar
nýju frelsisóskir aldarinnar og vaknandi framtíðarvonir eignuS-
ust á þeim tíma mál og mynd hér heima á íslandi.
Ekkert listaverk er til án heildaráhrifa. Það get-
ur verið margbreytilegt, en í margbreytileik þess
verður að ríkja fullkomin eining, annars er það ekki
list. I góðu kvæði lýtur allt einum vilja, og þar má
engu umbreyta, svo að beildin raskist ekki. Eg bið að
heilsa er eitt af þeim kvæðum, og við eigum þau ekki
mörg, því að flest falla í mola, og ef vel er, lifir ein
setning i minni manns, af einhverjum auka-ástæðum.
Mörg kvæði þætti mönnum betri, ef felld væru niður
ýms vísuorð og jafnvel lieil erindi. Minnsta kosti myndi
það litlu breyta í þeim. En þegar við lesum kvæðið
Eg bið að heilsa, sjáum við það smávaxa og verða til
og með síðustu orðunum er allt fullkomið, ekkert hefði
mátt missast — og ekkert koma á eftir. Kvæðið túlkar
kveðju til fósturjarðarinnar og stúlkunnar í dalnum.
Og skáldið ber allt, sem það á, í þessa kveðju, og þó
257