Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 258
er aðeins eitt, sem það vill segja, og þetta eina býr í
öllu, í hætti og máli, í orðum og hverju hljóði, í allri
list kvæðisins, hið bezta, sem i kveðju getur falizt: Ég
elska þig. Og ástin, sem kvæðið er myndað af, er með
alveg sérstökum kostum, þrungin varanleik og einlægni
með grunntónum saknaðar og trega. Það er sú ást, sem
ekki verður skilgreind fremur en töfrar fagurrar per-
sónu, sem hrífur mann og altekur, og maður veit ekki,
hvar þeir leynast: í vexti, augnaráði, brosi eða lireyf-
ingum. Og hvar leynast þeir í Ijóðinu? Við leitum í
hættinum. Eg bið að heilsa er sonnetta: háttur Petrarca
og Lahé, hinna rómönsku, suðrænu skálda, og hún er
háttur ástarinnar, þó að inntak hennar og liraði hreyt-
ist, varir dýpt hennar og vídd. Hún er eins og djúpur
faðmur opnist: Nú andar suðrið sæla vindum þýðum
og hreiðist meira út: á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa, og ljúkist hlýtt
og þétt: að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Og
erindin slitna ekki, það næsta rís alveg af þessu fyrra
og hjá þvi: Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum. Rímið
bindur svo: síðasta hending fyrra erindisins og fyrsta
hending liins síðara ríma saman. Erindin rísa af sam-
eiginlegu djúpi í sömu mynd, eins og öldurnar, og djúp-
ið vill ekki slita sig frá þeim, heldur fylgir þeim eftir
og hýr í þeim. í sonnettunni eru öll slit svo viðkvæm,
eins og milli elskenda. Hún vill bera í sér eitthvað djúpt
og varanlegt. Þess vegna mega lielzt engin hendingaskil
verða, og setningarnar verða að vera kveiktar saman.
Það má ekki verða dvöl við rímorðin, skáldið finnur
ráð til að varna slíku, með því að láta þau vera svo
bundin framhaldinu: Vorhoðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem
fer — með fjaðrabliki háa vegaleysu. Við sögnina fer
eru að réttu lagi hendingaskil, en þar er ekki hægt að
nema staðar, því að næstu orð með fjaðrablilci eru svo
bundin því. Og eins er síðar í erindinu: heilsaðu eink-
um, ef að fyrir ber engil með liúfu og rauðan skúf, i
258