Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 259
peysu. Og við finnum, hvað mikinn seiðkraft liið sam-
fellda mál hefir, með löngum, óslitnum setningum. Það
er ekki einungis i sonnettunni, heldur livar sem við á
annars staðar. Við sjáum, hvað missist í lífi málsins,
ef stuttar setningar eru gerðar þar að lögmáli. Og
væru tekin til samanburðar kvæði með stuttum, sund-
urslitnum setningum, erum við komnir í annan heim
málsins, þar sem gerólík túlkun á sér stað. í kvæðum
Einars Benediktssonar stendst á nærri undantekningar-
laust hending og setning, eða fleiri en ein sjálfstæð
setning rúmast í hendingu. Þegar svo er komið, er sam-
henginu liætta búin og þar með heildaráhrifum kvæð-
anna, og mjúkir tónar nást ekki á slíka strengi. 1 lif-r
inu sjálfu þrá menn varanleik, alls þess, sem vekur
unað, og þá mynd lífsins verður listin líka að geta
túlkað. Rómantísku skáldin, sem Jónas varð fyrir áhrif-
um frá, þráðu eilífð tilfinninganna og ástarinnar fyrst
og fremst. Og þrá varanleikans býr í sonnettu Jónasar.
En önnur mynd er lífinu eiginlegri en varanleikinn,
þó að við þráum hann, og það er hrynjandi bylgjunn-
ar, og í listinni býr hún ekki síður. Þar skiptist á eftir-
vænting og uppfylling, sundrun og samhljóman, í lif-
inu þrá og uppfylling, hungur og saðning, barátta og
sigrar. Og eins og er í lífinu sjálfu, að það skiptist á
spenning og lausn, svo er einnig i skáldskapnum, fín-
gert eða grófgert, í hugsun eða rími. Jafnvel það smáa
í ríminu, er menn taka naumast eftir, að fyrsta rím-
orðið vekur eftirvænting annars, er síðar kemur sem
lausn, og ef til vill þvi fyllri, sem lengur þarf að biða
hennar. Sonnettan er leikur þessa. Fyrsta rímorðið er
þýðum, en næst koma tvær liendingar, sem ríma sam-
an innbyrðis, og það er fyrst fjórða hendingin, er rímar
við þýðum, og erindið eins og lýkst saman og það er
komið, sem við biðum eftir. 1 hugsun kvæðisins eða
myndum (þvi að hugsun skáldskapar er fyrst og fremst
mynd) á svipað sér stað. Tvær myndir fara þar sarrt-n
259
L