Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 260
hliða, af vindinum og bárunum. Þær koma fyrst að-
iskildar, en í öðru erindi kvæðisins tengjast þær í sam-
éiginlegum tilgangi:
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði,
blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.
Og í síðasta erindinu kemur ný mynd, vorboðinn, sem
tengist hinu tvennu í kvæðislok. Svona fínbyggt er kvæð-
ið, og felur í sér varanleik og breytileik í senn. Og ef
vikið er að rími kvæðisins, lýtur þar, eins og annars-
staðar, allt heildarvilja þess. Það er eins og innviðir
í byggingu, gefur henni alla gerð og allt snið. Jónas set-
ur það ekki til skrauts, heldur til bindingar. Það er
lögmál i sjálfu sér og lögmál í öllu. Kvæðið ris af því
ög fellur til þess aftur. f þessu kvæði Jónasar er ekk-
ert orð valið vegna rímsins. Ef einhver skyldi halda,
áð í liendingunni blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum frið-
Um væri fríðum valið til að rima við blíðum, þá er það
ekki rétt. Orðið fellur alveg inn í heildarform kvæðis-
ins og orðaval þess að öðru leyti. Og eins er stuðlasetn-
ingin lijá Jónasi, aldrei til skrauts eða liávaða, lield-
ur til þess að bera hrynjandina uppi. Málið hjá Jónasi
er aldrei umbúðir, heldur líf af lífi kvæðanna. fslenzk-
um nútímaskáldum eða öllum þorra þeirra, kæmi vel
að athuga þá hluti nákvæmlega. Og þá er að líta á orða-
vai kvæðisins. Þar koma aðeins fyrir hin hljómmýkstu
orð, er eiga mest sérhljóða, og samhljóð öll sem mýkst,
rödduð, eða sem einföldust sambönd þeirra. Mest ber
á björtu sérhljóðunum i og í, sem gleðin og ástin tendra.
Atliugum til dæmis rímið með orðunum: þýðum, btíð-
um, hlíðum, fríðum, rísa, ísa, friði, miði, þín, mín. Það
er ekki tiiviljun, að þau koma þarna öll saman. O og
u eru dimmri hljóð, á þeim ber miklu minna í kvæð-
inu. Og samhljóðin eru oftast ein milli sérliljóða og hin
mýkstu: ð, n, m, s, og þar sem þau koma fyrir í sam-
böndum, eru þau líka mjúk, t. d. nd í anda eða vindur.
260