Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 263
urminningarnar sjálfar, sem um er að ræða. Það er ekki
fyrr en þær verða blóð í okkur, augnaráð eða bend-
ing, nafnlausar og ekki lengur greinanlegar frá sjálf-
um okkur, að það getur liugsazt, og það á mjög sjald-
gæfri stund, að stigi upp úr skauti þeirra fyrsta orð
ljóðsins“. Ef íslenzku skáldin gerðu til sín svona kröf-
ur, og þó að þær væru miklu vægari, þá ættum við betri
ljóð.
Jónas Hallgrímsson gerði til sín strangar kröfur, því
urðu ljóð lians svo fögur. Manni getur fundizt hann
uppfylli það, sem Rilke setur fram. Allt, sem hann kvað,
var honum hjartans mál, hann gaf aldrei annað í ljóði
en það bezta og dýpsla, sem hann átti, og liann gaf í
hvert sinn allt. Ljóð hans voru ekki stundar geðhrif.
Þau verða fyrsl til sem ómur í sál hans, og þau lifa
þar lengi og fá hrynjandi lians eigin lii's, og smátt og
smátt, í samræmi við liana, mynd og mál. Þau spretta
allt af innan frá, vaxa í honum, eignast safa og eld lifs
lians, áður en þau fá mál og fljúga burt úr sál lians,
og þá eru þau líf af lífi liennar. Þess vegna getur ekk-
ert komizt að þeim, er truflar eða raskar hrynjandi
þeirra.
Og þó er þetta, sem Rilke liefir tekið fram, ekki að-
alatriðin um skáldin, hvað mildu þau safna af reynslu,
hve margt þau lifa sjálf, heldur hitt, hvað djúpt þau
skynja í líf samtíðar sinnar, live mikið þau rúma al' sögu
fortíðarinnar og hve næm þau eru á rödd framtíðarinn-
ar, með öðrum orðum, livað vitund þeirra nær djúpt
í veruleika, lögmál hans, gróandi og stefnu. Vinnan
og vöndunin þarf að fara saman við skáldskapargáf-
una, en hún er fólgin í því, að kunna að lilera við lijarta
álþýðunnar, sem er dýpsti veruleiki hverrar samtíðar,
rúma óskir liennar og finna undirstrauma lífsins, þar
sem þcir liggja aftan úr fortíðinni og inn í framtíðina.
Þann liæfileika átti Jónas Hallgrímsson, þess vegna var
hann nýr í hundrað ár. Stærð hvers skálds fer fyrst