Rauðir pennar - 07.12.1935, Qupperneq 265
Og allar hinar feimnu, blaktandi, mállausu óskir, um
suðræna hamingju, um lausn, um nýtt lif í þessu landi,
um ást og fegurð og sumar, fengu rödd, mál og vitund
og fylling, og það söng í hverjum dal:
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Það var eins og öllu liinu myrka, illa og kalda væri
skyndilega sópað burt. Við vorum allt í einu nær sólu
og hamingju og suðri og frelsi. Hinu gamla létti af og
við fæddumst í nvjan heim. Allt hið glaða, inndæla og
bjarta dróst saman og varð svo máttugt, svo djúpt og
vítt, eins og aldrei hefði verið neitt annað, eins og all-
ur harmur væri strokinn hurt, eins og við hefðum allt
af verið hamingjusöm í sveit okkar, landi og lifi. Öll
hin fögru og inndælu orð, sem alþýðan hafði ekki þor-
að að nefna, nema í djúpri einveru, og aldrei nema
eitl og eitt, en hvíslað þeim fram og lagt þar í líf sitt,
en aldrei sagt nema liikandi, liin mjúku orð, er hærð-
ust hljóðlaust á vörunum, og vildu verða mál, en liættu
við það, en birtust í þess stað sem blik i auga eða bros,
er strax slokknaði aftur. Þannig er sú saga og miklu
lengri: Hrynjandi, er aldrei kom nema í brotum í lifi
hennar, hinn söngni háttur, sem öll leitin liafði verið að,
undan álögum rimnaháttanna, frosti og kulda og illu
viðurværi og striti, öllu þessu, er fylgt liafði lífinu, en
ekki var neitt líf, allt þetta, sem var þolað, til þess að
geta varðveitt það, sem koma átti og lá falið og sært
og hafði ekki bært á sér. Og svona hafði hún aldrei
þorað að tengja sainan sól og þjóð og sumar og þröst
og líf og sögu, og suðrið og vonirnar, og þó var ekkert
einfaldara en mál þessa kvæðis, er það loksins var ort,
þessa smákvæðis, þar sem lífið sjálft, líf heilla alda, fékk
mál og vitund, þessa smákvæðis, sem greri í brjóst okk-
ar, þegar við vorum börn, og hættir síðan aldrei að óma.
Kristinn E. Andrésson.
2fif>