Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 268
Hin síðustu episku afrek borgarastéttarinnar í bók-
menntunum eru ættarsögurnar, og það er sameiginlegt
með þeim, að þær enda allar i upplausn. Hámarki hef-
ir borgaraleg ættarsaga náð i hinu þýzka verki Manns*
Húsið Buddenbrooks, og Forsyte-sögunni ensku, eftir
Galsworthy. Nú er ættarsagan einvörðungu stunduð af
bókmenntalegum síðalningum. Ný tegund hefir leyst
hana af hóhni, hin analýtiska skáldsaga, sem fæst því
nær einvörðungu við að rekja sundur og leysa upp.
Með þessari aðferð leitast höfundurinn ekki við að
byggja upp úr efni því, sem hann hefir fyrir sér, held-
ur sundurgreina það og gagnrýna, drepa því á dreif,
kemur ekki auga framar á neitt uppbyggjandi meginafh
heimssýn lians skortir allan epískan grundvöll. Gott dæmi
er Jules Romains, sem nú er búinn að skrifa átta binda
verk „um Paris“, en án söguefnis, án grundvallarliugs-
unar, já jafnvel án sjónarmiða, án nokkurra samtengj-
andi meginþráða (Les hommes de bonne volonté). Með-
al merkilegustu verka borgarastéttarinnar í hinu sund-
urgreinandi formi, má óefað telja Töfrafjallið (Mann)
og líklega einnig Point Counter Point (Huxley). Hvort-
tveggja eru þetta stórvirki í hugsun, menntun og gáfu,
þótt þau séu ekki að sama skapi fullkomin skáldverk.
I alþýðlegri skilgreiningu má segja um þennan skáld-
skap, að þegar hann birtist í hreinræktaðastri mynd,
þá sé hann nokkurs konar sambland af .Teremíasi og
Job, það er saga gagnrýninnar, svartsýninnar, bölmóðs-
ins, ringlsins, ölvilnunarinnar: Hvert tangur og tötur
mannlegra lifsverðmæta er tætt sundur í sveimandi
frumjjarta, og niðurstaðan sama og lijá vonsviknu barni,
sem hefir tætt sundur gullið silt til að finna eilthvað
innan í, og svo var ekkert innan í. Eitt minnisverð-
asta dæmið um þennan skáldskap er Pirandello, sem
hefir lagt sérstaka stund á að rekja sundur persónu-
leika mannsins, rekja hann út í fjarstæðu og ósenni-
leik, sem nálgast hérumbil fullkomlega þá lokaniður-
268