Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 269
stöðu, að í rauninni sé manneskjan alls ekki til. Ég
var að enda við að minnast á Töfrafjallið. Ég efast
um, að hægt sé að komast öllu lengra í sundurrakn-
ingu hlutanna, í uppleysandi hókmenntastefnu; flestar
sundurgreinandi skáldsögur borgarastéttarinnar eru í
mínum augum aðeins eftirlireytur af þessu tröllaukna
verki, sein ef til vill nær liámarki sínu í heimspeki-
hugleiðingum yfirlæknisins, þegar hann hefir rakið
manninn til vatns, gengur síðan hurt, yfirþyrmdur af
skelfingu sundurrakningarinnar (maðurinn er h. u. b.
-80% vatn, að viðbættu einhverju einskisnýtu smárusli).
Til samanburðar t. d. við Gönguhrólfsrímur eða Egils
sögu Skallagrímssonar, þá eru tæringarhæli mjög eftir-
spurðir sögustaðir hjá þessari bókmenntastefnu, menn
gagnrýna í legustólum eða á lieilsubótargöngum allt
milli himins og jarðar, með dauðadanzandi munnsöfn-
uði, meðan þeir eru að dragast upp. Þó er enn tíðara,
að sögustaðurinn sé stássstofur í heldri manna liúsum,
þar sem allskonar taugaveiklað fólk, svo sem listamenn,
aðalsmenn, milljónamæringar, lafðar og allskonar skraf-
skjóður tæta allt í sundur, með alveg óstöðvandi orða-
flaumi, setja eina kennisetninguna upp á móti annari,
■eitt hindurvitnið móti öðru, látlaust, liundrað eftir hundr-
að af blaðsíðum, án nokkurra samtengjandi, hvilandi
sjónarmiða. Gott dæmi um þetta er bókin, sem ég áðan
nefndi: Point Counter Point, sem eins mætti lieita Eng-
inn fastur punktur. Þar er enginn fastur punktur. Allt
eru ógöngur. Öngþveiti. Martröð. Vánki. Yfirfljótandi
munnræpa i stássstofu.
Afbrigði af öllu þessu hrapallega tilgangsleysi og enda-
lausu sundurrakningum er sú tegund franskrar skáld-
sögu, sein ég vildi nefna hina liótfyndnu skáldsögu. Þessi
bókmenntategund er að vísu ekki franskt einkamál, vér
eigum liana einnig á Norðurlöndum — engu síður en
tæringarsögurnar og stássstofusögurnar. Hin fræga verð-
launasaga Sigurðar Christiansen, Tveir lifandi og einn
269