Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 271
ur, að gera nokkrar almennar athugasemdir um dönsk
skilyrði fyrir bókmenntum yfirleitt. Til að skapa stór-
brotnar episkar bókmenntir eru þrir lilutir mjög nauð-
synlegir, þótt þeir séu hvergi nærri einhlítir: dramatísk
þjóðarfortíð, mikið landrými (víðátta mikilla sanda,
mikilla sæva), harðvítugt strið manna um líf sitt við
ytri og innri öfl. Ekkert af þessu hefir Danmörk. For-
tíðin er snurðulitil, mikið þröngbýli, innanlandsfjar-
lægðirnar gefa ímynduninni hvergi nærri nóg undir fót-
inn, skortur á fjölbreytni, skortur á harðvítugri ytri og
innri baráttu. Danmörk á hins vegar í ríkum mæli
þokka frjósamra akra, inndæli lítilla lunda, vel liirtra
garða, þrifinna húsa, sæld og ljúfleik gamalla þorpa
með glöðu, góðlyndu, friðsömu fólki, mjög siðuðu. Eins
og við var að búasl, liggur líka hinn stærri skáldskap-
ur Dana á sviðum ljóðs og æfintýrs.
Den danske sanger,
det er en pige,
hun gaar og nynner
i Danmarks hus.
Þetta eru hókmenntir inndælisins. Þeirra stóru skáld-
sögur, eins og t. d. Marie Grubbe, eru ljóðrænn, róm-
antískur útsaumur. Jafnvel kotbændalífið i þessu landi
er ekki stórhrotnara en svo, að umboðsmönnum aftur-
lialdsins í hókmenntunum liefir tekizt að gera danska
kothóndann að nokkurskonar rómantísku inventari í
þjóðfélaginu, og Danir liafa enn ekki eignazt öreigarit-
liöfund, sem hafi rifið grímuna af mönnum eins og Jó-
hanni Skjoldhorg. Kotbændurnir sjálfir húa ekki við
þrengri kost en svo, að þeir trúa öllu skjallinu og
skruminu og hafa meira að segja reist „húsmannaskáld-
inu“ minnismerki í lifanda lífi og gefið honum hús:
höfundurinn var sjálfur viðstaddur og hélt ræðu fyrir
minnismerki sínu! Þetta er dönsk „idyll“.
Snúum okkur þá að þessa árs lieimsbókmenntum
271