Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 272
dönsku borgarastéttarinnar. Ég nefndi Sjö gotneska þætti
og sigurför þeirra um enska heiminn. Ég skal ekki gera
tilraun til að kryfja hér þessi fáránlegu æfintýr um
aðalsmenn og preláta, en ef ég þekki heimaalda amer-
íska cocktailista rétt, þá er vist erfitt að gefa þeim öllu
kærkomnari lýsingu af því, hvað sé evrópískur aðall og
evrópisk menning, enda þótt erfitt sé að hugsa sér nokk-
uð, sem fjær liggi evrópískri menningu en þá tegund
andrikis, sem hefir fengið útrás i þessari hók. Á mig
verkar hún eins og uppduhhað amerískt lík, en þau eru
máluð, púðruð, lituð á vörunum, klædd í samkvæmis-
föt og höfð síðan til sýnis á börunum. Það sveimar í
þessu margafturgengin vofa Boccaccios og riddararóm-
antíkinnar, með allri þeirri ónáttúru og öfughneigð,
sem framast er liægt að Ijá uppvakningi; bókin er eins
og kveðin úr haugi. Það er rödd aðalsins, sem er löngu
dauður sem þjóðfélagsstétt, en lifir áfram eins og við-
undur í borgarastéttinni.
Rit Jóhannesar V. Jensen er athyglisverðara sem borg-
aralegt verk, og kemur fleirum við. Þetta stærsta nafn
Dana í nútímabókmenntum stendur nú aftur yfir skáld-
sögutitli eftir þrjátíu ára hlé i þeirri grein. Menn hafa
beðið þess með eftirvæntingu, að fjallið tæki jóðsótt.
Freistingar dr. Renaults, — sjálft nafnið er svo ódanskt,
að það er álitamál, livernig eigi að bera það fram.
Eins og nafn liöfuðpersónunnar, þannig einkennir bók-
ina alla sá skortur á danskri skírskotun, skírskotun til
fólksins, síns eigin fólks, sem er sameinkenni allra
hreinna borgaralegra skáldverka nú á döguin; hér við
bætist sá skortur á episkri undirstöðu, sem ég áðan gat
um, að hamlaði dönskum rithöfundi sérstaklega. Þessi
skortur gerir sín þeim mun meira vart, sem Jóliannes
V. Jensen er gáfaðri höfundur. Ilann leitast við að
greina söguefni sitt i baksýn mikilla fjarlægða, eins og
títt er um mikilúðuga höfunda; hann reynir ennfrem-
ur að skapa sterka árekstra. Og hann leitast við að
272