Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 273
gefa sögu sinni alþjóðlegt umhverfi, sennilega í þeirri
trú, að alþjóðlegt umhverfi sögu stuðli að því að gefa
henni alþjóðlegt listagildi. Sögulietjan er á hringferð
um hnöttinn á stóru línuskipi, umhverfið er hið al-
þjóðlega mötuneyti skemmtiskipsins, það er lagt upp
frá Miðjarðarhafinu, fjarlægðirnar blasa við. Látum nú
vera, þótt þetta eigi lítið eða ekkert skylt við Dan-
mörku. Hitt er ískyggilegra fyrir lífsgildi bókarinnar,
að það á ekkert slcylt við fólk yfirleitt, almenning. Fólk
yfirleitt er nefnilega ekki í fyrsta lagi alþjóðlegt, og
það er áreiðanlega í síðasta lagi alþjóðlegt skennntifólk.
Það er nefnilega ekkert jafn alþjóðlegt með almenningi
eins og örbirgðin, og hún útilokar þjóðirnar hverja frá
annari, þjóð frá þjóð. Yfirstéttin og auðvald hennar er
aftur á móti alþjóðlegt í flestum greinum, en vfirstétt-
in, liinir útvöldu, er andstæða við fólkið, og tjáning jd-
irstéttarinnar er jafn óskyld tjáningu fólksins eins og
já og nei. Og þannig rekur aftur að liinu sama, sem ég
hefi sagt í annari grein: Því fjær sem listamaðurinn
hneigist frá fólkinu, þeim mun minni lífskraft liefir
verkið, því lífið, það er fólkið, en ekki hinir litlu úr-
valshópar, sem eru hafnir upp yfir fólkið, og skemmta
sér á kostnað þess. Þegar maður veit, að fólkið er líf-
ið, og lífið er mælikvarði allrar listar, þá fá innviðir
slíkrar skáldsögu dálítið annað gildi í augum manns
en liöfundurinn hefir ætlazt til: milljónamæringar,
heimsfrægar samþjóðlegar stærðir, endalaust fílósóferí
á parkettgólfi innan rauðaviðarveggja, glitrandi orða-
vaðall og snilldarlegir sleggjudómar með hliðsjón af
Proust, Joyce, Lawrence, Dostojevski, draumabók
Freuds, Þúsund og einni nótt á arabisku, kóraninum;
tigrisdýrsfeldur á gólfinu; dýrmætur Micoque á veggn-
um. Maður fær þá hugmynd, að höfundurinn hafi fyrst
og fremst ætlazt til að vera álitinn „heimsborgari11 og
fínn maður — og til þess verð ég að skrifa um heims-
horgara og fina menn og þeirra fína alþjóðlega mötu-
273