Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 274
neyti: Hors d’Oevre: Beluga Malossol styrjuhrogn ásamt
Blini. Cape-þorskostrur úr skelinni. Blandaðir kaliforn-
iskir ávextir. Saltaðar möndlur. Selja. Súpa: Hænsna-
rjómi eins og hjá Agnes Sorel. Lítil marmíta, kjötsoð.
Artiskokkastappa Georgette. Tvöföld kraftsúpa með
mergstykkjum. Kaldur rauðeplasafi Madrilene. Fiskur:
o. s. frv. o. s. frv. (matseðillinn einn tekur tvær hlað-
síður í bókinni): „Damerne var i toilette, hare arme
og smykker, herrerne uden undtagelse i smoking, en
gang for alle anerkendt, engelsk forklædning.“
Dr. Renault er að deyja, þannig hefst sagan, hann
er fimmtíu og níu ára gamall og hefir verið vinnusam-
ur maður og stundað sína læknislist af samvizku. Á
banaheði sveima honum fyrir hugskotssjónum endur-
minningar frá kvennafari þegar hann var ungur, og
manni skilst, að hann iðrast þess nú að liafa lengi lif-
að niðursokkinn í starf sitt á kostnað Lofnar. Þá kem-
ur djöfullinn til hans og gerir samning við hann um
að gefa honum nolckur ár til viðbótar. Dr. Renault
skríður saman aftur og fer í skemmtiferðalag kring
um hnöttinn. Hann verður ástfanginn af heimsfrægum
kvenmeistara í sundi, en hún er þá frilla skipseigandans,
milljónamæringsins Innis, sem einnig er á skipinu.
Stúlkan er vanfær og deyr af fóstureyðingu á skipsfjöl
og það er mikil sorg, enda þótt lienni liafi aldrei litist á
dr. Renault, vegna þess hve gamall hann var. Aftur á
móti fær dr. Renault alveg endalaust tækifæri til að
tala lieimspeki við milljónamæringinn. Ást hans gefur
honum sömuleiðis tækifæri til að söklcva sér niður í
vísindalegar hugleiðingar um kynferðishvötina. Síðan
verður mjög skrítin kommúnistabylting á skipinu, —
það verkar á lesandann eins og hjákátlegt brúðuleik-
hús. Að lokum sprengir vélameistarinn skipið í loft upp.
Bæði dr. Renault og milljónamæringurinn bjargast. En
lesandinn heftir alls ekki hugann við þessa stórvið-
burði, tekur ekki mark á þeim, yfirleitt er allur gang-
274