Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 275
ur sögunnar í svo veikum orsakatengslum, og svo fljót-
andi í raunfirrtum höfuðórum, að manni finnst afLt
sem gerist alveg eins mikið aukaatriði, eins og það hefði
komið t. d. sjóslanga og gleypt allt kraðakið í miðju
Indlandshafi og siðan gubbað því öllu á tindinum á
Himalaya eftir hálfan mánuð. Aðalhreyfill verksins
virðist liggja í óstjórnlegri ástríðu höfundarins til að
skrifa neðanmálsgreinar í Politiken. Allt er gagnrýnt í
tætlur, með orðbragði, sem minnir á undanrennu af
stássstofuspekingum Aldous Huxleys, jafnvel heimssýn
borgarastéttarinnar, sem höfundurinn lifir og deyr fyr-
ir, er öll rakin út í fjarstæður, hvert einasta borgara-
legt liugtak er sýnt i rotnun sinni og upplausn, en rót-
tækt liugmyndakerfi tjáð í óskiljanlegum hugtakarugl-
ingi, til þess að sýna að seinni villan sé aðeins argari
hinni fyrri, þannig að á endanum grípur maður sér til
höfuðs og biður hamingjuna að forða sér frá öllu þessu
taumlausa hlaðri og kameleónsku, og óskar sér þúsund
sinnum heldur að hafa hreinan fasisma að rjá við, þvi,
eins og stendur í Buddenbrooks: Dann weiss man docli
was man verschluckt.
Sýnishorn:
„Náttúrlegt framhald af fornmenningunni .... væri
að grundvalla á ný heilhrigt samkomulag milli þeirra,
sem stjórna og hinna, sem á að stjórna, eftir að slíkt
samkomulag liefir nú verið rofið um tvö þúsund ára
skeið, ýmist af kirkjunni eða þeirri sauðfjársiðspeki,
sem kallar sig mannúð.“
„Þeir sem liafa orðið alræðinu að bráð, ímynda sér,
að þeir séu sjálfir framkvæmendur þess. Varið þér yð-
ur á að nota orðið þrælahald, kallið það kommúnisma
eða fasisma, og þér munuð heyra milljónaþjóðir lof-
syngja undir svipunni.“
„Mannúð er borgaraleg uppfinning, eins og lileypi-
dómar gegn þrælahaldi.“
„Það er í yfirstéttinni, sem hinir heilbrigðu, ítur-
275