Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 276
vöxnu einstaklingar finnast, þeir liafa tennur, öreiga-
lýðurinn er tannlaus, þótt hann sé talinn standa nær
náttúrunni, meðal lians finnur maður vanskapaða, ókar-
aða andlitsdrætti.“
„Hinn þjónandi hluti mannfélagsins stendur þar sem
hann er, vegna þess, að hann hefir skort gáfur til að
vinna sig upp. Niðurskipun livers þjóðfélags á orsök
sína handan yfir alla stéttaskiptingu.“
Og svo framvegis. Eg læt þessi sýnishorn nægja, til
að sýna eðli umræðnanna í þessu nýja skáldverki liins
fræga danska rithöfundar, — kommúnismi er sama
sem fasismi og þrælahald, og þetta fram eftir götun-
um. Maður finnur fljótt, við hvern er verið að tala,
og í livers þágu. Andríki af þessu tagi gátu „róttækir“
borgarar leyft sér fyrir nokkrum áratugum, áður en
marxisminn var búinn að svipta af því slæðunum og
rífa grímuna af höfundum þess, í augum almennings.
Nú á timum verkar þetta, jafnvel á sjálfa hina „rót-
tæku“ borgara, eins og leiðinleg rella.
Þetta er þá athvarf borgarans í nútímabókmennt-
unum: Draga sig út úr hinu lifanda lífi og setjast í
bölmóði í eittlivert „skemmtiskip“ (eða tæringarliæli,
eða stássstofu), stara niður á naflann á sér og fárast
yfir haldleysi alls og allra; og bíða eftir að skipið far-
ist. Öll tengsl við líf fólksins eru slitin, og horfinn um
leið allur siðferðilegur lífsgrundvöllur. Eftir er sár lífs-
leiði, sem leiðir til lífshaturs. Og það er nú einu sinni
svo, að sá, sem hefir slitið öll tengsl við fólkið og finn-
ur ekki lengur skyldleika sinn við það né kærleika til
þess, liann hefir um leið slitið tengsl sín við mann-
lífið sjálft, finnur ekki frarnar skyldleika sinn við líf-
ið, né kærleikann til þess. Hvað mundi það gagna einu
skáldi, þótt liann hefði lagt undir sig öll snilldarbrögð
listarinnar, en hefði ekki kærleikann til fólksins — og
kærleik fólksins?
276