Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 279
sagan væri ákveðin af tiltölnlega fáum einslaklingum,
mikilmennum, sem létu stjórnast af sjálfra sin frjáls-
um vilja eða þá af guðlegri handleiðslu. Andinn var
gerður að upphafi liins sögulega veruleika, einstakling-
urinn að frumkvöðli hinna sögulega viðburða. Hug-
liyggja og einstaklingsliyggja var sérkenni þessa skoð-
unarmáta. Efnið er ekki annað en missýning andans,
veruleikinn ímyndun liugsunarinnar — það var hinn
heimspekilegi grundvöllur þessarar söguskoðunar. Ein-
staklingurinn er æðri heildinni, nokkrir útvaldir eru
skapaðir lil að drottna yfir fólkinu — það var siðfræði
hennar. Þetta er í fáum dráttum heimsskoðun l)orgara-
stéttarinnar enn í dag.
Til þess að geta viðhaldið lífi sínu, þarf maðurinn
fyrst og fremst fæði, fatnað, húsnæði, i stuttu máli allt
það, sem vér nefnum lífsnauðsynjar. Öflun þessara
lifsnauðsynja er liin þjóðfélagslega framleiðsla. Fram-
leiðsluhættirnir eru ekki komnir undir vilja mannanna,
lieldur nauðsynleg afleiðing af framleiðsluöflum þeim,
sem þeir ráða yfir á hverjum tíma. Steinspjóti frum-
mannsins samsvara til dæmis aðrir framleiðslvdiættir en
rafmagnstækni nútimans.
Eramleiðsluhættir nauðsynjanna eru sá efnalegi grund-
völlur, sem ber uppi hina andlegu „yfirbyggingu“ þjóð-
félagsins, hugmyndaheiminn í heild sinni. Marx gerir
grein fyrir þessu í liinni sígildu setningu: „Það er ekki
meðvitund mannanna, sem ákveður tilveru þeirra, held-
ur er meðvitundin ákveðin af hinni þjóðfélagslegu til-
veru.“ Réttarfar, pólitik, trúarbrögð, siðfræði, heimspeki,
vísindi og lislir — allt er þetta í raun og veru endur-
speglun í meðvitund mannanna af hinum efnaliagslega
veruleika þjóðfélagsins.
En um leið og liinn efnalegi veruleiki hefir tekið á
sig þetta hugmyndalega form í meðvitund mannanna,
er hann orðinn að sögulegu máttarvaldi. í þessum slviln-
279