Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 280
ingi er það hugmyndalíf mannanna, sem ákveður sögu-
legt athafnalif þeirra.
í þessum skilningi er maðurinn sinnar eigin sögu smið-
ur. En ekki sem einstaklingur, heldur sem meðlimur
ákveðinnar heildar, ákveðinnar stéttar. „Hugmyndin
verður að efnislegu valdi, um leið og hún nær tökum
á fjöldanum," sagði Marx.
Stéttirnar, en ekki einstaldingarnir, eru raunveruleg
framkvæmdavöld hinna sögulegu viðburða, og liin þjóð-
félagslega aðstaða ræður gjörðum þeirra, en ekki dul-
ræn goðmögn eða óskynræn forlög.
Hvert tímabil ræður yfir ákveðnum framleiðslutækj-
um, ákveðinni framleiðslutækni. Þessi félagslegu fram-
leiðsluöfl skapa sér ákveðin framleiðsluskilyrði, sem
þeim samsvara. Eignarréttur nokkurra á tækjum fram-
leiðslunnar, eignaleysi annarra, hefir einkennt sérhvert
framleiðsluskipulag, allt frá dögum frumkommúnism-
ans fram til sósíalismans. Þessi eignarréttarlegu skilyrði
valda skiptingu þjóðanna í stéttir, leiða til stéttahar-
áttunnar.
Þar sem framleiðsluöflin eiga sér sjálfstæða þróun
innan þjóðfélagsins, Iiljóta þau, er fram líða stundir, að
útheimta hreytt framleiðsluskilyrði, þau komast í mót-
sögn við framleiðsluhætti þjóðfélagsins. í stéttaþjóðfé-
laginu birtist þessi mótsögn fyrst og fremst í mynd harðn-
andi stéttaandstæðna. Hins vegar er í liverju framleiðslu-
skipulagi, sem einu sinni er myndað og fastmótað, falin
ákveðin tregða gegn frekari breytingum, sem f>rrst og
fremst myndu þýða nýskipun hinna eignarréttarlegu skil-
yrða. Pólitískir fulltrúar þessarar tregðu eru eignastétt-
irnar. Að síðustu kemst þessi mólsögn á slíkt stig, að
framleiðsluskipulagið verður of þröngt fyrir framleiðslu-
öflin, sem þróazt liafa i skauti þjóðfélagsins. Þau hljóta
að sprengja það utan af sér. Hið gamla þjóðfélagsskipu-
lag hrynur í rústir, og skilyrði eru sköpuð fyrir nýju
280