Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 283
leiðsluhátta1). En lang-oftast verður fyrsl að leita að
sambandi listaverksins við stéttabaráttu þjóðfélagsins.
Stundum er jafnvel eklci þetta samband ómiðlað og
listaverkið runnið af liugmyndalegum rótum í fyrsta
lið, til dæmis trúarlegum eða siðfræðilegum. En allt
ber þó að síðustu að sama brunni.
Vér segjum, að listin sé endurspeglun liins efnahags-
lega veruleika þjóðfélagsins. En með þvi er þó ekki
nema hálfsagður sannleikurinn. Hér á sér stað sams
konar víxlverkan og á öðrum sviðum bugmyndabeims-
ins. Listin á að vísu uppruna sinn í binum efnahags-
lega veruleika, en jafnframt er bún afl, sem mótar og
umskapar þennan veruleika. I þessu er fólgið félags-
legt mikilvægi listarinnar, sem yfirstétlir allra alda
kunnu svo vel að meta.
Eins og önnur bugmyndaleg form samfélagsins, á list-
in sér ákveðna þróun frá lægri myndunum til binna æðri.
Þróun listarinnar fer fram jafnhliða þróun framleiðslu-
liáttanna. En þessa staðhæfingu má þó heldur ekki skilja
alveg bókstaflega. Andstæður stéttaþjóðfélaganna liafa
frá upphafi valdið ójöfnum og ósamfelldum þróunar-
gangi listarinnar. Síðan á dögum Forn-Grikkja hafa til
dæmis átt sér stað æfintýralegar framfarir framleiðslu-
tækninnar. Samtímis hefir að vísu hljómlistin tekið stór-
felldum framförum, en í skáldskap og myndlist verður
naumast sagt, að vér séum komnir langt fram úr Forn-
Grikkjum, og miðað við hina borgaralegu list síðustu
áratuga er beinlínis um aflurför að ræða. Á meðan list-
in er séreign ákveðinnar yfirstéttar, sem notar liana i
1) Hér er vitnað í rússneskar verksmiðjur og verkamanna-
bústaði, ekki af handahófi, heldur af því, að i Sovétrikjunum
er lögð meiri áherzla en annarsstaðar á listrænt gildi ])essara
bygginga, sem enginn getur neitað, að eigi sér samband við fram-
leiðsluhættina. Og hér kemur ekki til greina nein sérvizka eða
hégómaskapur Rússanna, heldur náttúrleg krafa hins rikjandi
verkalýðs um fegurð og hollustu þeirra húsakynna, sem eru
'hans eign og þar sem hann dvelur.
28,3