Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 284
afturhaldssömum tilgangi, getur hún ekki náð fullum
þroska. Almennt hlómaskeið listarinnar hefst ekki fyrr
en listin er orðin sameign fólksins, í hinu stéttlausa
þjóðfélagi.
Vér getum sagt, að listin eigi sér fjórar aðalrætur i
hinum félagslega veruleika. Þær eru þessar: Söguleg-
ur uppruni, listræn tækni, listræn meðvitund og hug-
myndalegt inntak. Eftir þessum leiðum sækir listin efni-
við sinn í veruleika þjóðfélagsins. Þetta eru þær vogar-
stengur, sem leiða liinar félagslegu þróunarstefnur yfir
á heim listarinnar.
Á fyrstu stigum mannlegs samfélags, á meðan afstaða
mannanna til náttúrunnar var óbrotnari, afstaða þeirra
livers til annars einfaldari en nú, þá var líka beinna
samband listarinnar við hinn félagslega veruleika. Fyrstu
upptök listarinnar getum vér meira að segja rakið bein-
línis til framleiðslustarfsemi mannsins. Sem dæmi um
þetta má nefna vinnusönginn, i fyrstu einskonar ljóð
án eiginlegs sönglags, sungið í samfallanda við hand-
tök og hreyfingar starfsins. Tilgangurinn var samstill-
ing handtakanna, einkum ef um sameiginleg átök var
að ræða. Enn í dag eigum vér róðrarsöngva, sláttuvís-
ur og spunaljóð. Danzinn er lijá mörgum frumþjóðum
ekki annað en eftirlíking af framleiðslustarfinu, dýra-
veiðum, söfnun ætijurta og svo framvegis. Myndlistin
hefir í upphafi það hlutverk að prýða þurftarhluti,,
svo sem leirker og vopn, og er þannig vaxin upp úr
beinu samhandi við liandiðnaðinn. Að þvi er snertir
upprunalegasta form hennar, sjálfa skreytingarlistina,
hefir þetta samhand lialdizt óhreytt til þessa dags.
List og framleiðslustarf renna þannig að miklu leyti
saman í eitt á hernskustigi félagsþróunarinnar. Jafn-
ófullkomin er á þessu stigi aðgreiningin milli liinna
ýmsu listtegunda. Þegar frummennirnir stigu sinn villta
stríðsdanz með ópum og bumbuslætti, til þess að sam-
284