Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 286
óhugsanleg án þeirrar fjölskrúðugu tækni, sem liggur
til grundvallar fyrir klavérinu, orgelinu, hljómsveitinni.
Kvikmyndalistin á heinlínis uppruna sinn og alla þró-
un í tækni vorra tíma. Skáldskapurinn stendur að vísu
ekki í eins nánu sambandi við verklega tækni þjóðfé-
lagsins, með því að formslegur efniviður hans er mál-
ið sjálft. Menn hugsi sér þó, að pappírsgerð og prent-
list væru ekki þekktar, eða jafnvel ritlistin sjálf, og
geri sér í hugarlund, hvernig þá væri ástatt um þessa
félagslega þýðingarmestu grein listanna.
Listræn tækni í víðtækari merkingu er sú leikni í
meðferð þessara tækja, sem mótast af varðveittri reynslu
kynslóðanna annars vegar og persónulegri reynslu ein-
staklingsins hins vegar. Fiðluleikarinn verður til dæm-
is að afla sér þekkingar á þeim aðferðum i meðferð
hljóðfæris síns, sem reynsla undanfarinna alda hefir
verið að endurbæta og fullkomna. í öðru lagi verður
hann að afla sér þeirrar leikni, sem ekki fæst nema
með langvinnri persónulegri þjálfun. Hvort tveggja á
sér vitanlega algerlega efnislegan grundvöll.
Hin listræna meðvitund er auðvitað ekki i upphafi
stigin fullsköpuð upp úr huga mannsins, eins og Aþena
forðum út úr höfði Seifs. Fegurðarþörf, listnautnargáfa
er ekki „meðfædd“ mannkyninu, heldur eiginleiki, sem
áunnizt hefir í þúsund alda þróun. Hún er fyrst og
fremst ávöxtur af listrænni viðleitni mannsins. „Jafn-
framt því, sem maðurinn verkar á hina ytri náttúru
og breytir henni, umbreytir hann eðli sjálfs sin“ (Marx).
En mannlegt samfélag varð að eiga sér ósegjanlega
langa þróunarsögu, áður en listræn meðvitund nútíma-
mannsins gat orðið til, ljóðkennd hans, söngeyra og
formskilningsgáfa. Þessar eigindir, svo „andlegar“ sem
þær virðast við fyrstu sýn, eru ekki annað en árangur
af margskonar og langvarandi efnislegri vixlverkan
milli mannsheilans og umheimsins.
286.