Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 288
um auðvaldsins. Hlutverk hennar verður, í stuttu máli
sagt, að viðhalda stéttarlegum veruleika auðvaldsþjóð-
félagsins.
Hver er þá veruleiki þessa þjóðfélags? Kúgun og
þjáning í þúsund myndum, siðleysi, menningarhrun,
styrjaldir, fasismi. Stétt, sem heitir listinni til viðlialds
þessum hlutum, getur auðvitað elcki viðurkennt hið
sanna eðli og raunverulegt hlutverk liennar. Með því
myndi liún ónýta í hendi sér þetta mikilvæga vopn. Um
leið og undirstéttunum væri Ijóst þelta samliengi, myndu
eggjar yfirstéttarlistarinnar ekki bíta þær framar.
Þessu samhengi er hinni borgaralegu listfræði ætlað
að leyna. Það er tilgangur kenningarinnar um „listina
sjálfrar sín vegna“, listina sem óháð, hlutlaust fyrir-
bæri í lieimi andans. Listin er gerð að platónskri ídeu
fyrir utan og ofan mannlega tilveru, að himneskum
höfuðórum nokkurra guðinnblásinna einstaklinga. Með
slíkum kenningum er reynt að ljúga listina úr öllu sam-
hengi við stéttir og félagslegan veruleika. Þannig kunn-
gjörir kapítalisminn á strætum og torgum meydóm
frillu sinnar.
Sé nú borið saman þetta háfleyga orðaglamur og list-
rænn veruleiki auðvaldsþjóðfélagsins, þá kemur í ljós
öll sú hræsninnar viðurstyggð, sem einkennir hugmynda-
heim borgarastéttarinnar nú á tímum. Yér sjáum liin-
ar himinbornu listagyðjur sem hlekkjaðar ambáttir
kapítalismans, Pegasus sem víxlaðan liúðarjálk fyrir
vagni hans, skáldamjöðinn orðinn að andlegu brenni-
víni til svæfingar stéttarvitund verkalýðsins.
Borgarastéttin hefir gert listina að lítilmótlegum
prangaravarningi. Frá sjónarmiði liennar stendur verð-
mæti listaverksins í rétlu hlutfalli við þann fjárliags-
lega gróða, sem það veitir í vasa hennar. Skiptivirðið
er sá mælikvarði, sem hún leggur á listrænt gildi, alveg
eins og steinolíu eða benzín. Borgarastéttin hefir gert
listamanninn að launaþræli sínum, alveg eins og verka-
288