Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 290
áður var litið á með frómri lotningu. Hún liefir gert
lækninn, lögfræðinginn, prestinn, skáldið og vísinda-
manninn að launuðum þjónum sínum.“ Með þessu hef-
ir nú borgarastéttin að visu unnið þarft verk frá hinu
víðtæka sjónarmiði sögunnar. Með þvi að steypa list-
inni í þá niðurlægingu, sem hún er í nú á tímum, hef-
ir borgarastéttin rifið hana með rótum upp úr hinum
gamla jarðvegi og skapað þannig skilyrðin fyrir gróð-
ursetningu hennar í nýrri, heilbrigðari mold.
List borgarastéttarinnar samsvarar á hverjum tíma
ákveðnu stéttarlegu þróunarstigi hennar. Á æskuskeiði
sínu, meðan hún var framsækin, byltingasinnuð stétt,
á meðan -hún stóð í bandalagi við framfaraöfl sögunn-
ar gegn hinum ótímabæru þjóðskipulagsformum að-
alsvalds og einveldis — á þeim timum gat henni auðn-
azt að framleiða verðmæta list. Endurreisnartímabilið
með sínum stórbrotnu listamönnum, tímabil hinna
borgaralegu lýðræðishyltinga á 18. og 19. öld með sín-
um frelsis, jafnréttis og þingræðishugsjónum — það
voru blómaskeið hinnar borgaralegu listar. Þá skapa
talsmenn borgarastéttarinnar óbrotgjörn listaverk. Þessi
list var að visu alltaf sérréttindi hinna fáu útvöldu,
en hún var að minnsta kosti með lífsmarki, hún átti
sér hugsjónir.
En þessir tímar eru löngu hjá liðnir. Hið borgara-
lega þjóðfélag er komið á enda þróunarskeiðs síns. Þær
eðlisbundnu andstæður, sem þetta skipulag bar í sér
allt frá uppliafi, liefir allsherjarkreppa auðvaldsins
reyrt saman í óleysanlega mótsögn — óleysanlega á
grundvelli þessa skipulags. Öreigabyltingin vofir yfir,
ógnandi, óviðspornanleg, hún hefir þegar lagt undir sig
sjötta hluta lieimsins og sjötta hluta mannkynsins.1)
Trúin á eilífa tilveru kapítalismans er að missa tök-
1) í Kína eru á annað hundrað milljónir manna undir sovét-
stjórn.
290