Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 292
Fasisminn er í eðli sínu ekki spánnýtt fyrirbæri. Vis-
inn að þessu síðasta ríkisformi auðvaldsins má finna
í allri þjóðfélagsþróun þess eftir stríðið og i öllum
löndum hins borgaralega lýðræðis. Fasisminn er ekki
annað en rökrétt afleiðing undangenginnar þróunar. En
hann er tákn þess, að borgarastéttin getur ekki leng-
ur viðhaldið alræðisvaldi sínu með hinum fyrri lýðræð-
isaðferðum. Hann er merki um það, að auðvaldsþjóð-
félagið er knúið fram á yztu nöf félagslegra andstæðna
sinna. Listin varð að gerast ódulbúið verkfæri lýð-
skrumsins, þjóðernisæsinganna og stríðsundirbúnings-
ins. í stefnuskrá ítölsku fútúristanna, fultrúa fasism-
ans á sviði bókmenntanna, standa þessi atriði:
„Stefna vor er: Algert fullveldi ítaliu. Ofar frelsis-
hugtakinu standi hugtakið ftalía. Vér berjumst fyrir
hvers konar frelsi, nema frjálsræði til að vera heigull,
friðarsinni, andstæðingur Ítalíu. Öflugri floti, sterkari
landher. Þjóð, sem er hreykin af því að lieita ítölsk.
Stríð — einasta heilsulind heimsins og uppspretta að
landbúnaðarlegu, iðnaðarlegu og viðskiptalegu veldi
ftalíu. Verndartollar, þjóðræknilegt uppeldi verkalýðs-
íns. ósvífin, vélráð og ágeng utanrikispólitík. Útvikkun
nýlenduvaldsins, sameining allra ítala, hvar sem eru
á hnettinum. Forréttindi Ítalíu. Barátta gegn klerka-
valdi og sósíalisma. Dýrkun framfara, hraða, íþrótta,
líkamsstyrks, manndáðar, hetjuskapar, barátta gegn
menningarbrjálæði, klassiskri menntun, gripasöfnum,
bókasöfnum og fornleifum.“
Mun vera leitun á jafn-ruddalega ófyrirleitinni játn-
ingu, jafnvel meðal sjálfra fasistanna, sem þessari
stefnuskrá ítölsku svartstakkalistarinnar. — Það þarf
varla að taka fram, að þeim atriðum stefnuskrár-
innar, sem gætu virzt fela í sér einhverja heilbrigða
hugsun, eins og barátta gegn klerkavaldi og óhóflegri
dýrkun fortíðarinnar, hefir ítalski fasisminn löngu varp-
að fyrir borð. Hann hefir gert bandalag við binn aftur-
292