Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 293
haldssama páfastól, og bókmenntir þessara fasistísku
andans garpa eru að mestu, fyrst þeir eru nú einu sinni
sjálfir öreiga að skapandi hugmyndum, sóttar aftur í
fornrómverska rithöfunda, eins og Horatius og Virgil.
Um listastefnu svartstakkabræðranna norður í Ger-
maníu er ekki hægt að leiða fram dómbærara vitni
en þeirra menningarlega æðstaprest, dr. Göbbels.
Hann kemst þannig að orði: „Listin er frjáls og á
að vera frjáls. Reyndar með einum fyrirvara! Listin
verður að binda sig við ákveðnar siðferðislegar, póli-
tískar og lífsskoðunarlegar grundvallarreglur, sem eru
nú einu sinni fyrir fram gefnar og án bverra hið þjóð-
ernislega samfélag verður að teljast óbugsandi.“ Það
þýðir á alþýðlegu máli: Listin er frjáls að öðru leyti
en því, að bún verður að sættast á að láta hlekkja sig
við hakakrossinnr Þetta áminnzta frelsi kemur fram í
því, að flestir mikilbæfustu ritböfundar, bljómlistar-
menn og málarar Þýzkalands liafa verið reknir i ÚG
legð, aðrir hnepptir í þrældóm fangabúðanna, en sumir
myrtir, eins og hinn byllingarsinnaði ritböfundur Erich
Miibsam. Það kemur l'ram í því, að blóminn af bólt-
menntum Þýzkalands siðmenningarinnar hefir verið
brenndur á báli, að bókasöfn einstaklinga og opinberra
stofnana hafa verið tæmd að því verðmætasta, sem þap
var að finna, að listasöfnin hafa verið „hreinsuð“ að
verkum þeirra síðari tíma málara, sem helzt böfðu eitt-
bvað til brunns að bera. Að öll frjálslynd bókaforlög
og listafélög hafa verið leyst upp, leikflokkar og söng-
kórar verkamanna bannaðir. Og loks i því, að kunn-
áttusnauðir, skríðandi fúskarar bafa verið settir í stöð-
ur þeirra listprófessora, sem nú sitja í fangelsi eða orð-
ið bafa að flýja land.
Kyn og sál, blóð og mold — það eru liin vísinda-
legu viðfangsefni nazistanna, goðsagnir og dulræna, for-
lög og töfratrú — viðfangsefni hinnar æðri lieimspeki
þeirra. Siðfræði þeirra kemur fram í orðum Speng-
293