Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 296
raunverulega frjálsa. Frjáls er listin einungis þar sem
hún liefir ótakxnörkuð skilyrði sem virkur þáttur liinn-
ar félagslegu framþróunar.
Listin má ekki láta sér nægja að lýsa veruleikan-
um eins og liann er, heldur jafnframt eins og hann ætti
að vera. Hún verður með öðrum orðum að eiga virkan
þátt í byltingarsinnaðri ummyndun veruleikans. Þessi
hugsun mótar alla stefnu liinnar ungu listar Sovétríkj-
anna. Hún er liður í nýbyggingarstarfi sósíalismans,
hún er tæki til að ala upp fjöldann. En liún er ekki,
eins og verið hefir fram að þessu, utanaðkomandi
uppeldistæki, sem mótar fólkið í þágu framandi liags-
muna. Hún er einmitt verkfæri fjöldans sjálfs til að
ala upp sjálfan sig. Það er hið eðlisnýja einkenni þess-
arar listar. Listin er í Sovétríkjunum orðin raunveru-
leg eign fjöldans, ekki einungis i þeim skilningi, að
fólkið liafi öðlazt nýjan áhuga, heilhrigðan smekk, tök
og tækifæri á að njóta hinnar listrænu menningar —
það væru út af fyrir sig ærnar framfarir — lieldur
einnig í þeirri merkingu, að hið vinnandi fólk fram-
leiðir sjálft þessa list. Fjöldinn allur af fyrstu lista-
mönnum Sovétríkjanna er einmitt vaxinn upp úr stétt-
um verkamanna og bænda, og nýjar þúsundir spretta
árlega upp úr þessurn jarðvegi. f sambandi við verk-
smiðjur og aðrar vinnustöðvar Sovétríkjanna eru ótelj-
andi skólar og námskeið, þar sem verkamennirnir nema
ritmennt, myndlist, liljómfræði og aðrar listgreinar.
Þannig varðveitist liið lifandi samband listarinnar við
lífið og umheiminn.
Að vísu er þessi unga Sovétlist enn á byrjunarstigi.
Á átján árum skapast ekki grunnmúraðar listaerfðir.
En þessi lífræna, þróttmikla öreigalist Sovétríkjanna,
hinn sósíalistíski realismi, stendur að minnsta kosti
ósegjanlega hátt yfir hinni lirörnandi horgaralist vorra
tíma.
296