Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 299
hrundu niður úr hungri og „flux“, — „flux“ kalla Ken-
íuckybúar hungurveiki samfara blóðkreppusótt.
Þannig var ástandið, og við vorum spurðir, hvernig
við gætum orðið að liði. Fyrst og fremst gátum við
skrapað saman einhverju af peningum. En það virtist
•ekki nægja. Ef áslandið var raunverulega svona illt,
urðum við að fara suður í Kentucky og sjá, hvað þar
var um að vera. Og ef frásagnirnar voru sannar (þeg-
ar við heyrðum þær fyrst, virtust þær fara fram úr
^>ví, sem hægt væri að trúa), ef þær nú væru sann-
ar, og við sæjum þetta allt með eigin augum, þá yrð-
um við að lýsa þessum skelfingum af slíkum krafti og
xaunsæi, að öll ameríska þjóðin iúsi upp.
Og það eru engir smámunir, að fá amerísku þjóð-
ina til að rísa upp.
í öllu falli álitum við, að við yrðum að fara til Ken-
fucky. Einn eða tveir neituðu, sögðust ekki koma þvi
Adð. Nokkrir aðrir, einkum þeir, sem aðeins höfðu léð
nafn sitt og ekkert gert, sögðu, að það væri tilgangs-
laust; við ættum bara að safna peningum, og ef til vill
halda dansleik.
En nokkrir okkar hugsuðu á þessa leið: Nei, við vilj-
um engan dansleik; erum ekki i neinu dansskapi —
við förum til Kentucky.
En hver mundi koma með? Einn var hlaðinn störf-
um, annar í vafa um, að hugmyndin væri skynsamleg.
Almennur mótþrói lá í loftinu. Það var augljóst, að
við þurftum foringja, og til þess var Dreiser sjálfkjör-
inn. En í því lágu örðugleikarnir. Einmitt nú var sam-
komulagið í ólagi milli nefndarinnar og Dreisers.
Hvort heldur við komum til hans eða hann til okkar
— þá var sú ljóshærða alltaf nálæg — eins og nokkurs-
konar lofttruflun, þegar við reyndum að stilla inn á
bylgjulengdina Dreiser, fá strenginn i Dreiser til að
Mj óma.
En 'þessi maður var í alla staði heiðarlegur, lireinn
299