Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 300
og beinn, undirhyggjulaus. Hann virtist engan veginn
ánægður með allt, sem við bar. En hann þoldi það eins
og hann héldi, að það hefði einhvern tilgang. Loks varð
okkur ljóst, að stefnt var að því að einangra Dreiser
frá nefndinni. Þá var ákveðið, að einn okkar skyldi
fara til hans og ganga úr skugga um, hvort hann ætl-
aði með okkur til Harlan eða ekki.
Þetta hlutverk dæmdist á mig.
Við sátum þannig: Dreiser við skrifborðið, djúpt liugs-
andi, hægjandi frá sér, ég andspænis honum og sú litla,.
ljóshærða við lilið hans, eins og topphorn þríhyrningsins.
Loks hað eg Dreiser að fara til Harlan.
Þessi stóri maður leit á litlu konuna. Og þessi litla
kona leit hvasst á mig og sagði: Herra Dreiser mundí
vinna með rithöfundum að fagurfræðilegu málefni, en
naumast að slíku.
Eg leit á þá litlu ljóshærðu, og ég leit á Dreiser. Eg
vissi ekki, hvað eg átti að segja. — Þetta var Theodore
Dreiser. Hann hafði ritað eftirtektarverðar bækur; hann
var áreiðanlega stórmenni. Og nú sat hann þarna eins
og lamaður risi, meðan þessi litli álfur liafði orð fyrir
honum. „Fagurfræðilegt málefni“! — og annars vegar
var Harlan!
Eg vissi ekkert, livað gera skyldi. I þessum svifum
kom George frá Rauðu hjálpinni inn og með honum
námumaður. Það var riðvaxinn maður með skrámótt
andlit. Föt hans voru úr grófu efni, hatturinn í drusl-
um. Hann hét Jim Grace, kom frá Kentucky.
Hvað gengur á?
Námumaðurinn horfði á okkur. Augu lians voru vot
og daufleg, framkoma hans óttafull og feimnisleg. Hann
svaraði mjög lágt og óframfærið:
Lögin liafa afnumið mig.
Þér eigið við, að það hafi fundizt sök á hendur yður ?'
Nei, herra minn!
Eða handtökuskipun?
300