Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 302
Og hvað svo?
Já, — lögin segja, að eg verði að fara, og svo fór eg_
Það var yður þó nauðugt?
Já, lierra, en þeir voru of margir, þar á meðal vopn-
aðir bófar. Það var ekkert hægt að gera.
Hann var svo fábrotinn, svo hreinskilinn, auðmýkt
hans svo sár. Stundum flaug bros yfir skrámótt and-
litið, augnaráð hans leitaði til hliðar...Hann ætl-
aði að tala, hann var kominn til að segja sögu sína, ei>
það var erfitt. Hann vissi ekki, livað hann átti að segja.
maður varð að toga út úr honum orðin.
Loks kom áframhaldið: að „lögin“ hefðu farið með
liann að einni af bifreiðunum, sem biðu úti fyrir, bóf-
arnir og lögregluþjónarnir stigið inn og allar, þrjár, bif-
reiðirnar ekið út í svartnættið.
Sögðu þeir nokkuð?
Ekki fyrst um sinn, — við ókum bara og ókum.
Hvert?
Þeir höfðu bundið eitthvað fyrir augun á mér. En
eftir því sem eg komst næst, ókum við í nágrenni við-
Cumberland Cap, Yirginiu-megin.
Og hvað skeði svo?
Við ókum og ókum, svo námum við staðar, og þeir
sögðu mér að stíga út. Þeir stóðu allir umhverfis mig.
Og sögðu: Hvort eg vildi berjast. Námumaðurinn sneri
hattræflinum milli handanna. Eg segi: Nei. Eg vil ekki
herjast. Þá kölluðu þeir mig National Miner, bölvuðu
og sögðu, að eg yrði að berjast. Svo tóku þeir byssur
sínar og börðu mig í höfuðið.
Og hvað gerðuð þér?
Eg lyfti höndunum — hann sýndi okkur hvernig ——
og hlífði mér eins og eg gat.
Og hvernig fór svo?
Svo sögðu þeir: Jim Grace, við ætlum að drepa þig-
Og þeir börðu mig og hryntu mér, þar til þeir vorui
komnir með mig fram á klettabrún.
302