Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 303
Og svo?
Það söng í höfðinu á mér af sársauka, en eg hafði
þó vit á að kasta mér fram af.
Fram af klettunum?
Já, fram af klettunum.
Og svo?
Svo tóku þeir byssurnar og skutu á eftir mér.
Hittu þeir?
Já, herra. Hann sýndi okkur gat í liúðina, þar sem
skot hafði gengið inn. Hann benti á það: Eftir þetta
hérna, vissi eg ekkert af mér um stund.
Og þegar þér fenguð meðvitundina?
Þegar eg kom til sjálfs mín, var eg Virginiu-megin
við Cumberland Cap, niðri i gjá, sem eg liafði fallið í.
Og hvað svo?
Eg komst til vina minna og starfsbræðra frá Virginia.
Eg var óhreinn og blóðugur, svo að þeim datt ekki í
hug, að það væri eg. Þá sagði eg: Eg er félagi ykk-
ar og vinur, Jim Grace. Og þeir þekktu röddina og
hleyptu mér inn. — Hann þagði um stund, augu hans
voru annarlega her. Þegar þeir höfðu hresst mig við,
fór eg með almenningsvagninum frá Big Sandy. Og kom
hingað. Eg er kominn til að leita lijálpar handa félög-
um mínum og vinum.
Langa stund sagði enginn neitt. Eg var að virða fyrir
mér gerð ofngrindanna, og sá því ekki hver talaði, auk
þess var röddin hljómlaus og annarleg:
Ástandið er víst slæmt, þarna suður i Harlan?
Já, herra, svaraði námumaðurinn hugsi. Slæmt.
Hversu slæmt?
«v
Ja, sagði hann, eg veit ekki, hvernig það getur ver-
ið verra.
Þetta, sem hefir komið fyrir yður, — hefir það líka
komið fyrir aðra?
Ó, já, herra. Og liann nefndi nöfn, stað og stund.
En að því slepptu, sagði einhver, hafa þeir, sem
303